Ekki hægt að lesa of mikið í dræma kjörsókn

Kjörstaðir loka klukkan 22 í kvöld.
Kjörstaðir loka klukkan 22 í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hafsteinn Einarsson stjórnmálafræðingur segir ekki víst að dræmari kjörsókn á höfuðborgarsvæðinu í dag gefi rétta mynd af heildarkjörsókn. Hann segir atkvæðagreiðslu utan kjörfundar geta skýrt dræma kjörsókn síðdegis.

Það sem af er degi hefur kjörsókn á höfuðborgarsvæðinu verið ríflega 5 hundraðshlutum lægri en á sama tíma 2017 í Reykjavíkurkjördæmunum og í Suðvesturkjördæmi.

Einhverjir búnir að kjósa og farnir til Tene

„Ég er ekki sannfærður um að það sé raunverulega lægri kjörsókn, þó það sé erfitt að fullyrða um það núna,“ segir Hafsteinn.  

„Þó Covid sé að miklu leyti búið eru margir sem kusu undan kjörfundar, mér skilst á fréttaflutningi að það geti skýrt allan þennan mun sem er á kjörsókninni.“

Hafsteinn bendir á að í nýafstöðnum Stórþingskosningum í Noregi hafi ríflega helmingur Norðmanna greitt atkvæði utan kjörfundar. 49.371 kjósandi greiddi atkvæði utan kjörfundar hér á landi sem er tæpur fimmtungur kosningabærra manna.

„Þetta er bara ákveðin breyting, fólk er kannski bara að kjósa lögnu fyrir kosningar og skella sér til Tenerife a kjördag.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert