Öngþveiti utan við vöku Sjálfstæðisflokks

Ljóst er að ekki allir muni komast inn.
Ljóst er að ekki allir muni komast inn. mbl.is/Ari

Stærðarinnar röð myndaðist við inngang veislusals Hótel Nordica þar sem kosningavaka Sjálfstæðisflokks fer fram.

Húsið var aðeins opið til miðnættis og því ljóst, þegar þessar myndir voru teknar rétt fyrir miðnætti, að margir í röðinni myndu sitja eftir með sárt ennið.

Leyfilegum hámarksfjölda salsins hafði þá verið náð.

Spálíkan mbl.is gerir nú ráð fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta 24,4% atkvæða og alls 16 þingsæti.

Kosningavaka Sjálfstæðisflokks.
Kosningavaka Sjálfstæðisflokks. mbl.is/Ari
mbl.is