Halda opinn fund fyrir rannsókn kjörbréfa

Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar.
Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mánudaginn 11. október kl. 10.30 verður opinn fundur í undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa. 

Fundarefnið er undirbúningur fyrir rannsókn kjörbréfa og gestur fundarins verður Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu Alþingis.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10. Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.

mbl.is