Ekki næst í Ernu

Birgir Þórarinsson, fráfarandi þingmaður þingflokks Miðflokksins og Erna Bjarnadóttir varaþingmaður …
Birgir Þórarinsson, fráfarandi þingmaður þingflokks Miðflokksins og Erna Bjarnadóttir varaþingmaður þingflokks Miðflokksins. Samsett mynd

Eins og greint var frá um helgina þá gekk Birgir Þórarinsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, til liðs við þingflokk sjálfstæðismanna nú á laugardag. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki náðst í Ernu Bjarnadóttur, sem skipaði annað sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi og er varamaður Birgis á þingi.  

Í samtali við Morgunblaðið um helgina tók Birgir það fram að hann hefði ráðfært sig við trúnaðarmenn flokksins í Suðurkjördæmi áður en hann lét af því verða að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Þar á meðal Ernu Bjarnadóttur varamann sinn á þingi og fram kom að hún myndi einnig færa sig um set, tæki hún sæti á þingi.

Í dag greindi Rúv frá því að formaður kjördæmaráðs Miðflokksins í Suðurkjördæmi, Óskar Herbert Þórmundsson, hefði sagt af sér á fundi ráðsins nú á laugardag. Hann hefði gert það vegna þess hvernig vistaskipti Birgis báru að og að hann teldi sig bera ábyrgð á uppstillingu listans í kjördæminu. 

mbl.is