„Greinilega þungur ágreiningur um mál“

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Ljósmynd/Aðsend

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir greinilegt að þungur ágreiningur sé á milli formanna flokkanna sem nú mynda ríkisstjórn. 

Í færslu á Facebook fjallar Þorbjörg um þær fréttir dagsins að fjárlög muni ekki liggja fyrir fyrr en í byrjun desember. 

„Í tæpar 8 vikur hefur stjórnin verið í viðræðum um það hvernig þau geta hugsað sér að starfa áfram. Og greinilega er þungur ágreiningur um mál enda hefur allur þessi tími ekki dugað til. Fjárlögin verða ekki tilbúin fyrr en í desember,“ skrifar Þorbjörg.

Með ólíkindum

Hún segir fjárlög alla jafna stærsta verkefni haustþingsins þar sem tekjuöflun og útgjöld ríkisins eru römmuð inn. „Sem sagt sýn stjórnarinnar um hvaða verkefni á að verja fjármunum í. Pólitíkin sjálf.“

Að vanda þurfi til verka og með ólíkindum sé að flokkarnir þrír sem störfuðu saman fyrir kosningar skulu ekki vera tilbúin í vinnuna. Stór verkefni séu framundan og að þessi byrjun veki upp spurningu um verkstjórn. 

Færslu Þorbjargar í heild sinni má lesa hér: 

mbl.is

Bloggað um fréttina