Borgarstjóri segist ekki hafa hundsað fjölmiðla

Mygla í húsakynnum Fossvogsskóla hefur verið leiðindamál fyrir borgarstjórn Reykjavíkur. Foreldrar hafa kvartað sáran yfir því að málið hafi ekki verið tekið nógu föstum tökum þegar áhyggjur komu fyrst upp. Þá hafi verið of seint í rassinn gripið þegar borgaryfirvöld brugðust loks við.

Þegar málið fór sem hæst í fjölmiðlum komu blaða- og fréttamenn ítrekað að tómum kofanum þegar leitað var viðbragða hjá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Þegar krafist var svara vegna viðbragðsleysi hans í kappræðum oddvita Reykjavíkur, kvaðst borgarstjórinn hafa svarað öllum símtölum sem hann fékk varðandi þetta mál.

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og fyrrverandi fréttamaður á Rúv, brást þá við með eftirfarandi hætt:

„Ég man eftir því þegar ég var í Kastljósinu að reyna að fá viðtal um þetta mál, þá kom Þórdís Lóa í viðtal. Ég saknaði þín þá.“

Hægt er að fylgjast með kappræðum oddvitanna í fullri lengd í kosningaþætti Dagmála

mbl.is