Formlegar viðræður hafnar á Akureyri

mbl.is

Heimir Örn Árnason, oddviti lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, staðfestir í samtali við mbl.is að formlegar viðræður séu hafnar um myndun meirihluta í bænum. 

Bæjarlisti Akureyrar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur funduðu í dag og munu aftur funda á morgun að sögn Heimis. 

L-list­inn, bæj­arlisti Ak­ur­eyr­ar, fékk 18,7% at­kvæði og fær því þrjá full­trúa og bæt­ir þar með ein­um við sig. 

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fékk 18,0% at­kvæði og fær því tvo full­trúa en í síðustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um fékk flokk­ur­inn þrjá. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk 17,0% at­kvæði og fær tvo full­trúa.

Flokkarnir mynda því sjö manna meirihluta í ellefu manna bæjarstjórn. 

„Við erum bara bjartsýn. Við munum funda stíft og fara í málefnavinnuna. Við gefum okkur samt góðan tíma í þetta,“ segir Heimir.

mbl.is