Meirihlutinn tekur á sig mynd á Akureyri

Allar líkur eru á að flokkarnir myndi meirihluta.
Allar líkur eru á að flokkarnir myndi meirihluta. Þorgeir Baldursson

Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn og Samfylkingin hafa ákveðið að halda áfram formlegum viðræðum á Akureyri.

Að sögn Hlyns Jóhannessonar, oddvita Miðflokksins, eru allar líkur á að þeir nái saman. 

Það má því segja að Akureyringar geti búið sig undir að næstu fjögur ár verði meirihluti B, D, S og M listans við völd. 

Í sameiginlegri tilkynningu frá flokkunum segir:

„Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Miðflokks á Akureyri funduðu nú í kvöld. Á fundinum var rætt um áherslur allra og kom í ljós að mikill samhljómur væri meðal fundarmanna í öllum helstu málum. Voru aðilar því sammála um að ástæða væri til þess að hefja formlegar viðræður þar sem áhersla verður lögð á farsæld barna, barnafjölskyldna, fólks í viðkvæmri stöðu og eldra fólks. Auk þess voru aðilar sammála um að leggja áherslu á umhverfis- og loftslagsmál, mannréttindi og velferð íbúa, öflugt skólastarf sem og metnaðarfull og fagleg skipulagsmál. Aðilar munu gefa sér góðan tíma til þess að vinna málefnasamning og skipta með sér verkum.“

mbl.is