Kæru Miðflokksins í Garðabæ hafnað

Miðflokkurinn gerði alvarlegar athugasemdir við kjörseðilinn.
Miðflokkurinn gerði alvarlegar athugasemdir við kjörseðilinn. Ljósmynd/Aðsend

Úrskurðarnefnd kosningamála hefur hafnað kröfum Miðflokksins í Garðabæ um ógildingu sveitarstjórnarkosninganna í bænum. 

Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Miðflokk­ur­inn í Garðabæ kærði kosningarnar í Garðabæ til kjör­stjórn­ar vegna þess sem flokk­ur­inn lýs­ti sem al­var­leg­um ágalla á kjör­seðli. 

Lýsti flokk­ur­inn því í bréfi til kjör­stjórn­ar að sá al­var­legi ágalli hafi verið á kjör­seðli að þegar kjós­andi opnaði seðil­inn blöstu þrír fyrstu list­arn­ir við kjós­and­an­um en þá gat hann ef til vill ekki áttað sig á seinna brot­inu á seðlin­um. Listi Miðflokks­ins var í hægri enda og brot­inn inn í seðil­inn og síðan var seðill­inn brot­inn sam­an til helm­inga.

„Yfirkjörstjórn fellst ekki á með kæranda að umbrot seðilsins hafi valdið sérstökum vandkvæðum við framkvæmd kosninganna eða um hafi verið að ræða ágalla sem áhrif hafi haft á úrslit þeirra. Einföld skoðun kjósanda á kjörseðli hafi afdráttarlaust leitt í ljós að kjörseðillinn var samanbrotinn og að opna þyrfti seðilinn á tvo vegu um fyrir fram gefin brot á seðlinum við framkvæmd kosninganna,“ segir meðal annars í úrskurðinum.

Yfirkjörstjórn geti ekki með vísan til alls framangreinds fallist á fullyrðingar kæranda M lista um að ágallar hafi verið á framkvæmd kosninganna í Garðabæ. Þá vísar yfirkjörstjórn á bug þeim málsástæðum kæranda er varða áhrif meints annmarka á úrslit kosninganna.

Kröfum Miðflokksins í Garðabæ um ógildingu sveitarstjórnarkosninga í Garðabæ er því hafnað.

mbl.is