EM 2016 í fótbolta

Ísland leikur á EM karla í Frakklandi 2016 og dregið var í riðla 12. desember.

Danir slógu Evrópumeistarana úr leik

30.7.2017 Danmörk sigraði Þýskaland 2:1 í átta liða úrslitum EM í Hollandi nú í morgun. Danir byrjuðu leikinn illa, sem ríkjandi Evrópumeistararnir refsuðu fyrir og skoruðu strax á þriðju mínútu. Markið var afar klaufalegt, en skot Isabel Kerschowski fór beint á markvörð Dana, Stinu Lykke Pedersen, sem náði þó ekki að verjast. Meira »

Landsliðið tilnefnt til verðlauna – almenningur kýs

23.1.2017 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sem og íslenska þjóðin koma til greina í flokknum „Besta augnablik íþróttaársins“ sem hluti er af Laureus-verðlaununum. Meira »

Enska liðið mætti með smá hroka

29.12.2016 Heimildarmyndin Ég er kominn heim verður sýnd annað kvöld klukkan átta í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans. Fjallar myndin um ævintýri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á EM í Frakklandi í sumar. Meira »

Þakklát fyrir boðið til Íslands

9.8.2016 „Þau eru svo gríðarlega spennt og þakklát fyrir það sem allir hafa verið að bjóða þeim, þetta er ótrúlega gaman,“ segir Hannes Freyr Sigurðsson, sem í síðasta mánuði fékk þá hugmynd að bjóða breskum stuðningsmanni Íslands sem stunginn var í París hingað til lands. Meira »

Notkun gagnamagns jókst um 600%

28.7.2016 Gagnamagnsumferð viðskiptavina Vodafone sem voru á ferð í Frakklandi í júní jókst um ríflega 600% á hvern notanda miðað við sama tímabil í fyrra. Meira »

Trúir ekki enn tapinu gegn Íslandi

24.7.2016 Englendingar eru hægt og rólega að brjóta sig úr skelinni eftir 2:1 tap liðsins gegn Íslandi í 16 liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu. Gary Neville, sem var í þjálfarateymi enska liðsins á mótinu, ræddi tap Englands gegn Íslandi á EM í Frakklandi við Sunday Times. Meira »

Hló eftir leik Íslands og var kýld

22.7.2016 Bresk kona á þrítugsaldri var kýld í andlitið eftir leik Íslands og Englands á Evrópumótinu í knattspyrnu en fyrir dómi kom fram að hún hefði hlegið að Englendingum eftir leikinn með þeim afleiðingum að vinur hennar gaf henni einn á kjammann. Meira »

Skrýtið að láta Rooney dekka mig

22.7.2016 Tæpar þrjár vikur eru síðan íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var slegið út af Frökkum í átta liða úrslitum Evrópumótsins og leikmenn liðsins eru þessa stundina að melta gleðistundir af mótinu og vonbrigðin þegar gestgjafarnir slógu okkur niður á jörðina. Kári Árnason fer um víðan völl í samtali við fotballskanalen sem birtist í dag. Meira »

Hver var besti leikurinn á EM?

21.7.2016 Heimasíða UEFA hefur litið yfir þá 51 leiki sem fram fóru á Evrópumótinu í knattspyrnu karla í Frakklandi fyrr í sumar og valið þá fimm skemmtilegustu leiki mótins. Einn leikjanna vekur upp blendnar tilfinningar hjá íslenskum knattspyrnuáhugamönnum. Meira »

Færði Lars skopmynd að kveðjugjöf

19.7.2016 „Þetta var svona draumurinn, að hlaupa í burtu með bikarinn,“ segir Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, um skopmynd sem hann færði Lars Lagerbäck, meðþjálfara sínum, að kveðjugjöf skömmu fyrir starfslok hans. Meira »

Sögufrægur EM-bolti til sýnis

16.7.2016 Sögufrægur knöttur sem var notaður í margrómuðum leik Íslands og Englands á EM 2016 hefur verið afhentur Þjóðminjasafni Íslands. Hann verður til sýnis í Þjóðminjasafninu í dag, laugardag, frá kl. 13 til 16. Meira »

Belgar reka Wilmots

15.7.2016 Belgíska knattspyrnusambandið rak í dag landsliðsþjálfara karlalandsliðsins, Marc Wilmots, úr starfi en liðið olli mörgum Belgum vonbrigðum á mótinu. Meira »

Mourinho reiknaði ekki með sigri Íslands

15.7.2016 Sigur Íslands á Englandi í 16-liða úrslitunum Evrópumótsins í knattspyrnu hefur það í för með sér fyrir ensku landsliðsmennina í Manchester United, þá Wayne Rooney, Chris Smalling og Marcus Rashford, að þeir munu allir fara í æfingaferð Manchester United til Kína á næstu dögum. Meira »

Mark Griezmann gegn Íslandi á topplistanum - myndskeið

15.7.2016 Tækn­i­nefnd UEFA hefur valið tíu bestu mörk nýliðins Evrópumóts í knattspyrnu karla, en nefndina skipa meðal annars menn eins og sir Alex Ferguson, David Moyes, Savo Milosevic og Gareth Southgate. Meira »

Íslandstístið vinsælast

13.7.2016 Stuðningsmenn enska landsliðsins í knattspyrnu karla eru enn að melta tap liðsins gegn Íslandi í 16 liða úrslitum Evrópumótsins. Gary Lineker, íþróttafréttamaður BBC, var ansi argur þegar úrslitin lágu ljós fyrir og sagði tapið það versta í sögu enskrar knattspyrnu. Tísti hans var oftast endurtíst af þeim tístum sem fjölluðu um mótið. Meira »

Lesendur Guardian heillast af Íslandi

12.7.2016 Það voru ekki eingöngu íslenskir stuðningsmenn sem hrifust af framgöngu íslenska landsliðsins í knattspyrnu karla á Evrópumótinu sem fram fór í Frakklandi og lauk um helgina. Íslenska liðið er langefst í kosningu um uppáhaldslið lesenda Guardian á mótinu. Meira »

Svona unnu strákarnir okkar hjörtu heimsins

12.7.2016 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar með framgöngu sinni á Evrópumótinu í knattspyrnu sem lauk um síðustu helgi. Síminn Sport setti saman myndskeið af glæsilegum tilþrifum strákanna og frábærri stemningu á meðal stuðningsmanna íslenska liðsins sem sjá má í þessari frétt. Meira »

Löw þjálfar Þýskaland áfram

12.7.2016 Joachim Löw mun virða samning sinn við þýska knattspyrnusambandið sem þýðir að hann mun halda áfram þjálfun þýska karlalandsliðsins í knattspyrnu, en samningur hans gildir út heimsmeistarakeppnina 2018. Meira »

Kolbeinn bestur hjá lesendum Skysports

12.7.2016 Kolbeinn Sigþórsson var kosinn besti leikmaður Evrópumótsins í knattspyrnu karla af lesendum Skysports. Kolbeinn fékk um það bil 34.000 atkvæði, en Frakkinn Antoine Griezmann, markahæsti leikmaður mótsins kom næstur með um það bil 21.000 atkvæði. Meira »

Ronaldo með rifið krossband?

11.7.2016 Cristiano Ronaldo, fyrirliði portúgölsku Evrópumeistaranna í knattspyrnu, er með skaddað krossband í hné samkvæmt fyrsta mati lækna landsliðsins. Meira »

HÚH-ið varð að húðflúri

11.7.2016 Víkingaklapp stuðningsmanna íslenska landsliðsins á EM hefur vakið gríðarlega athygli víða um heim og fyllt landsmenn miklu þjóðarstolti. Bjarni Þór Kristjánsson varð þó líklega stoltari en flestir þegar hann ákvað á dögunum að láta húðflúra HÚH-ið á kálfann. Meira »

EM-fiðrildin væntanleg til Íslands

11.7.2016 Fiðrildið sem settist á knattspyrnukappann Cristiano Ronaldo þegar hann lá meiddur á vellinum í úrslitaleik EM í gærkvöldi var af tegundinni gammaygla. Hennar má vænta til Íslands ef suðaustanvindar ná að leika um okkur á næstunni. Meira »

Ingólfstorg aftur EM-torg að ári

11.7.2016 EM-torginu á Ingólfstorgi verður nú pakkað saman eftir síðasta leik Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu, úrslitaleik Portúgals og Frakklands, í gær. Meira »

Ragnar valinn í lið mótsins

11.7.2016 Ragnar Sigurðsson, varnarmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hlaut náð fyrir augum blaðamanna Guardian þegar þeir völdu lið mótsins á Evrópumótinu sem lauk með sigri Portúgals í gær. Meira »

Eins og risastór mölflugugildra

11.7.2016 Mölflugnager á Stade de France í París yfirskyggði heldur bragðdaufan úrslitaleik heimamanna og Portúgala í gærkvöld, sérstaklega eftir að ein þeirra tyllti sér á Cristiano Ronaldo. Sérfræðingar segja að flóðljós vallarins hafi líklega laðað mölflugurnar sem voru á leiðinni norður á bóginn þangað. Meira »

Hughreysti grátandi Frakka (myndskeið)

11.7.2016 Ungur stuðningsmaður Portúgals hughreysti grátandi stuðningsmann Frakka eftir úrslitaleik EM í knattspyrnu í gær.  Meira »

Þetta er eins og Hollywood-mynd

11.7.2016 Portúgalski varnarmaðurinn José Fonte var í skýjunum eftir að Portúgal varð Evrópumeistari í knattspyrnu í gær. Fyrirliði Southampton lék sinn fyrsta landsleik fyrir einu og hálfu ári, 30 ára gamall. Meira »

Áköf fagnaðarlæti Ronaldos (myndskeið)

11.7.2016 Portúgalinn Cristiano Ronaldo var gríðarlega ánægður eftir að Portúgal varð Evrópumeistari í knattspyrnu karla í gærkvöldi. Ronaldo þakkaði meðal annars dómara leiksins fyrir á óhefðbundinn hátt. Meira »

Fjörutíu handteknir í París

11.7.2016 Lögreglan handtók um fjörutíu manns í París í gær meðan á úrslitaleik Portúgala og Frakka stóð. Lögreglan þurfti að beita táragasi og vatni á hóp manna sem lét illa og kastaði m.a. glerflöskum að lögreglumönnum við Eiffel-turninn. Meira »

Sanches besti ungi leikmaðurinn

11.7.2016 Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur útnefnt portúgalska miðjumanninn Renato Sanches besta unga leikmanninn í Evrópukeppninni í Frakklandi. Meira »