Farþegaþota hrapar í Úkraínu

„Algjörlega tilhæfulausar ásakanir“

19.6. Stjórnvöld í Moskvu gagnrýna harðlega það sem þau kalla „ósanngjarnar ásakanir“ alþjóðlegs rannsóknarteymis sem hefur farið fram á handtöku fjögurra manna sem taldir eru bera ábyrgð á árás­inni á flug­vél Malaysi­an Air­lines yfir aust­ur­hluta Úkraínu árið 2014. Meira »

Sækja fjóra til saka vegna MH17

19.6. Alþjóðlegt teymi rannsakenda sem unnið hefur að rannsókn á árásinni á flugvél Malaysian Airlines yfir austurhluta Úkraínu árið 2014 hefur farið fram á handtöku fjögurra manna sem taldir eru bera ábyrgð á ódæðinu, þriggja Rússa og eins Úkraínumanns. Meira »

Segja Úkraínumenn hafa grandað MH17

17.9. Rússar sögðu í dag að flugskeytið sem grandaði flugi MH17 yfir Úkraínu hefði verið flutt til Úkraínu er landið var enn hluti Sovétríkjanna og aldrei verið fært aftur heim til Rússlands. Meira »

Saka Rússa formlega um að bera ábyrgð

25.5.2018 Yfirvöld í Hollandi og Ástralíu hafa formlega sett fram ásakanir á hendur Rússum um að þeir beri ábyrgð á því að hafa grandað MH17, farþegaþotu Malaysia Airlines, yfir austurhluta Úkraínu í júlí árið 2014. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem yfirvöld í Hollandi sendu frá sér fyrr í dag. Meira »

Flugskeytið í eigu rússneska hersins

24.5.2018 Flugskeytið sem grandaði farþegaþotu Malaysia Airlines flugfélagsins yfir austurhluta Úkraníu í júlí 2014 var í eigu rússneskrar herdeildar. Þetta fullyrðir hollenska rannsóknarteymið sem rannsakaði atvikið. BBC greinir frá. Meira »

Sakaður um að granda MH17

19.3.2018 Úkraínski herflugmaðurinn Vladyslav Voloshyn, sem Rússar kenndu um að hafa hafa grandað MH17, farþegaþotu Malaysian Arlines-flugfélagsins, yfir Úkraínu árið 2014, er látinn. Úkraínskir fjölmiðlar segja hann hafa tekið eigið líf. Meira »

Flugskeytið kom frá Rússlandi

28.9.2016 Flugskeytið sem skaut niður farþegaþotu Malaysian Airlines, MH17, yfir Úkraínu árið 2014, var rússneskt og því var skotið upp frá yfirráðasvæði uppreisnarmanna í Úkraínu. Meira »

Staðsetja flaugina sem grandaði MH17

28.9.2016 Búist er við að hollensk nefnd sem hefur unnið að rannsókn á því þegar farþegaþota flug­fé­lags­ins Malaysia Airlines, MH17, var skot­in niður yfir Úkraínu 2014, birti niðurstöður sínar í dag. Meira »

Greiða skaðabætur vegna MH17

18.7.2016 Flugfélagið Malaysia Airlines hefur komist að samkomulagi við aðstandendur flestra fórn­ar­lambanna sem lét­ust, þegar farþegaþota flug­fé­lags­ins, MH17, var skot­in niður í Úkraínu árið 2014, um greiðslu skaðabóta. Þetta segir Veeru Mewa, lögmaður aðstandendanna. Meira »

Þorpsbúar minntust fórnarlambanna

17.7.2016 Í dag eru tvö ár síðan farþegaþota Malaysian Airlines, MH17, hrapaði í Úkraínu. Allir 298 um borð létu lífið en tugir þorpsbúa í Austur-Úkraínu, þar sem þotan hrapaði, komu saman og minntust fórnarlambanna í dag. Meira »

Fæddi stúlku eftir að missa 3 börn

12.5.2016 Ástralskt par sem missti þrjú börn er flugvél Malaysia Airlines, MH17 var skotin niður í Úkraínu í júlí 2014, hefur eignast stúlkubarn. Meira »

MH17 endurbyggð á 60 sekúndum

13.10.2015 Í dag birtu Hollenskir rannsakendur lokaskýrslu sína um um hvað olli því að þota Malaysi­an Air­lines, flug MH17, brot­lenti í Úkraínu sum­arið 2014. Meðal þess sem rannsakendurnir gáfu út var myndband sem sýnir á tæpri mínútu hvernig bútar hennar eru settir saman aftur. Meira »

Vissu ekki að þau væru að deyja

13.10.2015 Farþegar MH17 höfðu enga hugmynd um að þeir væru í þann mund að láta lífið. Engar líkur eru á því að fólkið í vélinni hafi fundið fyrir einhverju eða vitað hvað var að gerast. Niðurstöður rannsóknar á voðaverkinu í Úkraínu sumarið 2014 liggja nú fyrir í skýrslu sem kynnt var í morgun. Meira »

Skeytið hafnaði í stjórnklefanum

13.10.2015 BUK-flugskeyti var skotið í MH17 og hafnaði það í vinstri hlið stjórnklefans. Rússneskur framleiðandi skeytisins dregur niðurstöður rannsóknarinnar í efa. Yfirvöld í Úkraínu hefðu átta að loka lofthelginni yfir átakasvæðinu. Meira »

Hvað gerðist en ekki hver ber ábyrgð

13.10.2015 Skýrsla um hvað olli því að þota Malaysian Airlines, flug MH17, brotlenti í Úkraínu sumarið 2014 verður birt í dag af hollenskum rannsakendum. Allir um borð, 298 manns, fórust. Í hollensku dagblaði í dag kemur fram að það sé niðurstaða skýrslunnar að þotan hafi verið skotin niður með BUK-flugskeyti. Meira »

Eru brotin úr BUK-flugskeyti?

11.8.2015 Sérfræðingar sem rannsaka örlög farþegaþotunnar í flugi MH17 sem var grandað í austurhluta Úkraínu segjast hafa fundið brot sem tilheyra mögulega rússnesku BUK-flugskeyti. Meira »

Rússar beittu neitunarvaldi um MH17

29.7.2015 Fulltrúi Rússlands beitti í kvöld neitunarvaldi landsins þegar tillaga um að stofna sérstakan dómstól til að rannsaka hrap MH17 var borin undir Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna. Dómstólnum var ætlað að rétta yfir þeim sem bera ábyrgð á því að vélin var skotin niður. Meira »

Árásin á MH17 fyrir glæpadómstól?

17.7.2015 Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, segir það „siðferðilega skyldu“ að draga þá til ábyrgðar sem myrtu 298 manns þegar farþegaþotan í flugi MH17 var skotið niður í austurhluta Úkraínu fyrir ári. Meira »

„Þetta er viðbjóðslegt að horfa á“

17.7.2015 Hópur aðskilnaðarsinna í Úkraínu kom að flaki MH17, farþegaflugvélar Malaysia Airlines, fljótlega eftir að hún var skotin niður í lofthelgi Úkraínu og fór meðal annars í gegnum farangur látinna farþega. Þetta sést í myndbandi sem birt var í morgun, einu ári eftir harmleikinn. Meira »

Bera ef til vill ábyrgð á MH17

30.6.2015 Hollenskir saksóknarar telja sig hafa fundið nokkra sem talið er að hafi hugsanlega átt þátt í því að farþegavélin MH17 var skotin niður yfir Úkraínu síðasta sumar. Enginn er þó grunaður í málinu sem stendur. Meira »

„Uppljóstrari býr yfir upplýsingum“

18.6.2015 Þýskur einkaspæjari segir uppljóstrara hafa haft samband við sig, sem segist búa yfir áður óþekktum upplýsingum um vélina sem talin er hafa verið skotin niður af Rússum yfir Úkraínu í júlí á síðasta ári. Meira »

Flugfélagið tæknilega gjaldþrota

1.6.2015 Flugfélagið Malaysia Airlines er tæknilega gjaldþrota, segir nýr forstjóri félagsins, Þjóðverjinn Christoph Müller.  Meira »

Vissu um hættuna en aðhöfðust ekki

27.4.2015 Stjórnvöld í Þýskalandi voru upplýst um að hættulegt væri að fljúga yfir austurhluta Úkraínu skömmu áður en farþegaþota var skotin þar niður í júlí sl. Þrátt fyrir þetta hafði flugfélaginu Lufthansa ekki verið gert viðvart, en þrjár vélar félagsins flugu yfir sama svæði daginn sem þotunni var grandað. Meira »

Sakaðir um að hafa skotið vélina niður

8.3.2015 Taldar eru líkur á því að rússneska leyniþjónustan hafi líflátið rússneska hermenn sem eru grunaðir um að hafa skotið malasísku farþegavélina MH17 niður í austurhluta Úkraínu í júlí í fyrra. Meira »

Hörð átök tefja rannsókn

7.2.2015 Hörð átök í bænum Debaltseve í Úkraínu hafa tafið störf hollensks rannsóknarhóps sem vill komast að svæðinu þar sem farþegavélin MH17 brotlenti síðastliðið sumar eftir að hafa verið skotin niður. Meira »

Varaði leyniþjónustan flugfélagið við?

6.1.2015 Hollenskir sérfræðingar sem rannsaka tildrög þess að malasíska farþegaflugvélin MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí vilja vita hvort leyniþjónusta Hollands hafi varað flugfélög sem flugu yfir landið á þessu svæði við. Meira »

Flak þotunnar komið til Hollands

9.12.2014 Bílalest með flak malasísku farþegaþotunnar sem hrapaði í Úkraínu í sumar kom til Hollands í dag. Þar verður flakið sett saman og ítarleg rannsókn gerð á orsökum slyssins. Meira »

Flakið loks flutt til Hollands

8.12.2014 Flak malasísku farþegaþotunnar sem hrapaði í austurhluta Úkraínu 17. júlí kemur til Hollands á morgun. 298 voru um borð og fórust allir. Flestir farþeganna voru hollenskir ríkisborgarar. Meira »

Brak MH17 hefur verið fjarlægt

23.11.2014 Vinnu við að fjar­lægja brak malasísku farþega­vél­ar­inn­ar MH17 þaðan sem hún brot­lenti í júlí eftir að hafa verið skotin niður er lokið. AFP-fréttaveitan hefur þetta eftir yfirvöldum í Hollandi. Unnið er nú að því að flytja brakið til Hollands til rannsóknar. Meira »

Fjarlægja brak MH17

16.11.2014 Vinna við að fjarlægja brak malasísku farþegavélarinnar MH17 þaðan sem hún brotlenti í júlí er hafin. BBC, Breska ríkisútvarpið, hefur þetta eftir yfirvöldum í Hollandi. Brakið verður flutt til Hollands til rannsóknar. Meira »