Fellibylurinn Irma

Erfitt því eyðileggingin var svo mikil

1.2.2018 „Það var sjaldan sem að ég heyrði fólk kvarta,“ segir Sólrún María Ólafsdóttir sem fór sem sendifulltrúi Rauða krossins til að aðstoða í Karíbahafinu eftir að fellibyljirnir Irma og María fóru þar yfir síðasta haust. Erfitt hafi verið að bregðast við svo mikilli eyðileggingu. Meira »

5 Bandaríkjaforsetar deila tónleikasviði

22.10.2017 Fimm fyrrverandi Bandaríkjaforsetar komu saman á tónleikum til styrktar fórnarlömbum fellibyljanna sem gengið hafa yfir Bandaríkin á þessu ári. Komu þeir Barack Obama, George W. Bush, Bill Clinton, George HW Bush og Jimmy Carter fram saman í Texas í gær. Meira »

Maria komin til Púertó Ríkó

20.9.2017 Fellibylurinn Maria er kominn til Púertó Ríkó og mælist vindhraði hans 250 kílómetrar á klukkustund.  Meira »

Tveir látnir og tveggja saknað

20.9.2017 Fellibylurinn Maria nálgast bandarísku Jómfrúareyjar hratt og varar bandaríska fellibyljamiðstöðin við hugsanlegum hörmungum. Þegar eru tveir látnir af völdum Mariu á eyjum í Karíbahafi. Meira »

Maria aftur orðin 5. stigs fellibylur

19.9.2017 Fellibylurinn Maria hefur nú aftur náð styrk fimmta stigs fellibyls og er vindhraðinn nú orðinn 265 km/klst. Fellibylurinn stefnir nú á eyjuna Púertó Ríkó og óttast yfirvöld að brakið sem fylgdi fellibylnum Irmu eigi eftir að reynast lífshættulegt þegar Maria fer þar yfir. Meira »

Gríðarleg eyðilegging blasir við

19.9.2017 Gríðarleg eyðilegging blasir við á Dóminíka eftir að fellibylurinn Maria nam þar land, að sögn forsætisráðherrans, Roosevelt Skerrit. „Við höfum misst allt sem hægt er að kaupa fyrir peninga.“ Meira »

María orðin 4. stigs fellibylur

18.9.2017 Fellibylurinn María styrkist og er orðinn hættulegur fjórða stigs fellibylur að sögn bandarískra veðurfréttamanna. Fellibylurinn stefnir á Leeward-eyjar í Karíbahafinu en meðal þeirra eru Antigua og Barbuda. Gert er ráð fyrir að hann komi á land eyjunum síðar í kvöld. Meira »

Maria orðin 2. stigs fellibylur

18.9.2017 Fellibylurinn Maria er kominn upp í annan styrkleikaflokk og nær vindhraðinn upp í 175 km/klst. Maria stefnir hraðbyr að eyjum í Karíbahafi sem eru þegar illa útleiknar eftir fellibylinn Irmu. Meira »

Búa sig undir komu Mariu

18.9.2017 íbúar á eyjum í Karíbahafi eru að búa sig undir enn einn fellibylinn, Mariu, sem nálgast Leeward-eyjar óðfluga.   Meira »

8 íbúar hjúkrunarheimilis dánir vegna Irmu

14.9.2017 Lögreglan í Flórída rannsakar nú dauða átta íbúa hjúkrunarheimilis í Hollywood-hæðum í kjölfar fellibyljarins Irmu. Mikill hiti og raki hefur verið á svæðinu eftir að Irma tók rafmagn af stórum hluta svæðisins. Meira »

Íslendingar sluppu vel frá Irmu

13.9.2017 „Þetta byrjaði um miðjan dag á sunnudaginn með hviðum og rigningu og versnaði með kvöldinu. Það var óþægilegt að sjá ekki fyrir myrkrinu hvað var um að vera úti,“ segir Pét­ur Már Sig­urðsson sem býr í Or­lando í Flórída. Meira »

Veita 8 milljarða í neyðaraðstoð

13.9.2017 Bretar munu veita 25 milljónum punda til viðbótar í neyðaraðstoð til eyja í Karíbahafi sem urðu illa útleiknar vegna fellibyljarins Irmu sem ólmaðist á eyjunum. Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, heimsótti eyjarnar Anguilla og Bresku-Jómfrúareyjarnar nýverið. Meira »

5 létust á hjúkrunarheimili

13.9.2017 Fimm létust á hjúkrunarheimili í Florida eftir að rafmagnslaust varð þegar fellibylurinn Irma gekk yfir landið. Þrír þeirra fundust látnir á hjúkrunarheimilinu í Hollywood-hæðum og tveir til viðbótar létust eftir að þeir komust á sjúkrahús. Meira »

Útlit fyrir flug til Miami á morgun

12.9.2017 Útlit er fyrir að WOW air muni hefja flug aftur til Miami á Flórída á morgun. Þetta segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air. Fréttir hafi borist frá Miami Internantional Airport flugvellinum um að allt stefni í að hann verði opnaður að nýju fyrir umferð í dag. Meira »

Íbúum leyft að snúa heim eftir Irmu

12.9.2017 Búið er að opna hluta Florida Keys fyrir íbúum og eigendum fyrirtækja á eyjunum eftir að fellibylurinn Irma fór yfir Flórídaskaga. Florida Keys eru meðal þeirra staða á Flórída sem taldir eru hafa orðið hvað verst fyrir fyrir barðinu á Irmu, sem var 4. stigs fellibylur er hún fór þar yfir. Meira »

Samfélagið gjörsamlega á hliðinni

11.9.2017 „Eftir að við komum út hefur ekkert annað komist að nema þessi fellibylur,“ segir Axel Þór Ásþórsson, Íslendingar sem staddur er í Flórída í Bandaríkjunum. Axel dvelur skammt norðaustur af Tampa á vesturströnd Flórídaskagans. Þar er hann í fríi með fjölskyldu sinni; konu og barni. Meira »

Tjón Irmu talið ná „sögulegum“ hæðum

11.9.2017 Rick Scott ríkisstjóri Flórída hefur varað við því að enn megi búast við lífshættulegum vindhviðum í Flórída, þó að fellibylurinn Irma sé nú fyrsta stigs fellibylur. Talið er að kostnaður vegna lagfæringa tjóninu sem Irma hefur valdið eigi eftir að reynast sögulega hár. Meira »

Skotinn í handtöku

11.9.2017 Lögreglan í Miami handtók níu manns sem voru staðnir að verki í íþróttavöruverslun í Miami, þar sem þeir stálu íþróttaskóm og fatnaði. Þeir hugðust nýta sér fámennið á svæðinu í skjóli fellibyljarins Irmu. Einnig voru tveir handteknir eftir innbrot og var annar þeirra skotinn í handtökunni. Meira »

Fjórar milljónir án rafmagns vegna Irmu

11.9.2017 Fellibylurinn Irma fer nú yfir borgina Tampa á vesturströnd Flórída. Vindhraðinn er Irma gekk á land á Marco eyju utan við Flórída var 192 km/klst, en hún hefur nú tapað nokkru af sínum fyrri styrk og flokkast nú sem fyrsta stigs fellibylur. Irma hefur kostað að minnsta kosti þrjá lífið á Flórída. Meira »

Fæddi ein heima vegna Irmu

10.9.2017 Kona frá Miami sem byrjaði að fá hríðir snemma í dag var leiðbeint í gegnum fæðinguna af starfsmanni neyðarlínunnar vegna þess að sjúkraflutningamenn komust ekki til hennar í tæka tíð vegna fellibylsins Irmu. Meira »

Styrkur Irmu orðinn tveir

10.9.2017 Fellibylurinn Irma hefur verið færður niður í annan styrkleikaflokk. Engu að síður segja bandarískir veðurfræðingar að óveðrið sem fylgir Irmu sé lífshættulegt. Bylurinn gengur nú yfir meginland Flórída. Um níuleytið í kvöld mældist vindhraði Irmu 177 kílómetrar á klukkkustund. Meira »

Myndi ekki vilja vera í Miami

10.9.2017 „Ástandið hefur ekki verið slæmt hjá okkur í dag en ég myndi ekki vilja vera í Palm Beach eða Miami. Þar er virkilega verið að berja á þeim,“ seg­ir Pét­ur Már Sig­urðsson sem býr í Or­lando í Flórída. Í Miami hefur flætt inn á götur borgarinnar og einnig stafar nokkur hætta af byggingarkrönum. Meira »

Kranar falla og þakið af

10.9.2017 Styrkur fellibylsins Irma er kominn úr fjórum í þrjá. Búist er við að bylurinn gangi yfir vesturströnd Flórída á næstu klukkustundum og er reiknað með vindhraða upp á 192 kílómetra á klukkustund. Meira »

Þrír látnir í Flórída vegna Irmu

10.9.2017 Þrír hafa látist í Flórída af völdum fellibylsins Irmu sem gengur nú yfir ríkið. Lögreglan á Flórída greindi frá þessu. Allar manneskjurnar létust í bílslysum, þar af tvær í árekstri tveggja bíla í Hardee-sýslu, austur af borginni Sarasota. 42 ára lögreglukona var ein þeirra sem lést. Meira »

Irma komin til Flórída

10.9.2017 Miðja fellibyljarins Irmu, sem er fjórða stigs fellibylur gengur nú yfir suðureyjar Flórídaskaga. Vindhraðinn mælist allt að 58 metrar á sekúndu. Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, segist hafa miklar áhyggjur af vesturhluta ríkisins, en því er spáð að Irma ferðist eftir vesturströndinni. Meira »

Taugatrekkjandi 50 tíma bílferð

10.9.2017 „Það tók mig 50 klukkutíma að keyra frá Miami til Tennessee. Lengsta tímann tók að fara í gegnum Flórída. Það voru um 10 milljónir manna á vegunum að flýja undan Irmu. Ég hef aldrei upplifað annað eins. Þetta var rosalega mikið stress og fólk var örvæntingarfullt,“ segir Jón Eggert Guðmunds­son. Meira »

„Hafið er horfið“

10.9.2017 Kraftur fellibyljarins Irmu er gríðarlegur. Greint er frá því á vef Washington Post hvernig Irma hefur þurrkað eða sogað upp hafið í kringum Long Island, sem er hluti af Bahama-eyjum. Veðurfræðingur segir þetta mjög óvenjulegt veðurfyrirbrigði. Meira »

400 þúsund heimili rafmagnslaus

10.9.2017 Tæplega 400 þúsund heimili á Flórída í Bandaríkjunum eru orðin rafmagnslaus og fellibylurinn Irma nálgast óðfluga. Irma er aftur orðin fjórða stigs fellibylur. Auga stormsins eða kraftmesti hluti fellibyljarins er kominn „mjög nálægt“ neðrihluta Florida Keys-eyja­klas­ann, sem er syðst við Flórída. Meira »

Fylgst með ferðum Irmu

10.9.2017 Á heimasíðu windy.com má fylgjast með ferðum fellibyljarins Irmu sem nálgast nú Flórídaskaga eftir að hafa skilið eftir sig slóð eyðileggingar á eyjum í Karíbahafi, m.a. á norðausturhluta Kúbu. Meira »

Irma nálgast Flórída

10.9.2017 Veðrið er farið að færast í aukana við syðri odda Flórídaskaga þar sem fellibylurinn Irma nálgast óðfluga, en búist er við að Irma muni skella á af fullum þunga innan fárra tíma. Vatnsyfirborð við strendur ríkisins er þegar farið að hækka. Meira »