Formúla-1/Sauber

BMW mætti til leiks í formúlunni 2006, eftir að hafa keypt Sauberliðið. Hins vegar gafst þýski bílsmiðurinn upp á baráttunni 2010 og yfirtók Peter Sauber þá gamla liðið sitt aftur.

Skipað 50 sinnum að hægja ferðina

2.11. Charles Leclerc, ökumaður Sauber, var áminntur 50 sinnum um að spara dekkin og hægja ferðina í kappakstrinum í Mexíko, svo langt gekk herfræði liðsins. Meira »

Ericsson í IndyCar

31.10. Svíinn Marcus Ericsson hefur ráðið sig til að keppa í bandarísku IndyCar mótaröðinni en hann yfirgefur formúlu-1 í nóvember eftir fimm ár í keppni með Sauberliðinu. Meira »

Sauber ræður Giovinazzi

26.9. Sauberliðið hefur ráðið Ítalann Antonio Giovinazzi til að keppa við hlið Kimi Räikkönen á næsta ári, 2019. Tekur hann sæti Svíans Marcus Ericsson sem áfram verður hjá liðinu sem þriðji ökumaður. Meira »

Kimi aftur til Sauber

11.9. Aftur til upphafsins mætti segja um Kimi Räikkönen en hann er á leið úr seinni vist sinni í herbúðum Ferrari og yfir til Sauberliðsins, en með því hóf hann keppni í formúlu-1 árið 2001, 22ja ár að aldri. Meira »

Skipti á Räikkönen og Leclerc ekki rædd

29.6. Liðsstjóri Sauber vísar því á bug að Ferrari hafi óskað eftir því að skipta á þeim Charles Leclerc og Kimi Räikkönen fyrir belgíska kappaksturinn í Spa. Meira »

Ætla sér framar á rásmarki

21.2. Alfa Romeo Sauber F1 liðið vonast til að nýfrumsýndur keppnisbíll ársins muni gera svissneska liðinu kleift að smokra sig fram eftir rásmarkinu á komandi keppnistíð. Meira »

Alfa romeo snýr aftur

6.12.2017 Bílaframleiðendur hafa verið að safnast í formúlu-1, og einnig rafbílaformúluna Formula-E, á undanförnum árum. Nýjasta viðbótin er ítalski bílsmiðurinn Alfa Romeo, sem ákveðið hefur að snúa aftur til þátttöku í formúlunni eftir þrjátíu ára fjarveru. Verður fyrirtækið aðalstyrktaraðili svissneska liðsins Sauber. Meira »

Sauber með nýjan botn

23.8.2017 Bílar Sauber verða með nýrri botnplötu í kappakstrinum í Spa um helgina og er þess vænst að það skili hraðskreiðari og öflugri bíl. Meira »

Sauber áfram með Ferrarivélar

28.7.2017 Sauberliðið hefur hætt við að brúka vélar frá Honda í bíla sína næstu árin. Hefur liðið nú ákveðið að halda áfram samstarfi við Ferrari. Meira »

Kaltenborn hættir sem stjóri

22.6.2017 Monisha Kaltenborn er staðin upp af stóli liðsstjóra Sauber og er skýringin sögð „ólíkar hugmyndir um framtíð fyrirtækisins. Meira »

Sauber til Honda

30.4.2017 Legið hefur í loftinu að Sauber myndi í framtíðinni fá vélar frá Honda og var það svo staðfest í morgun með tilkynningu japanska vélarframleiðandans. Meira »

Wehrlein snýr aftur

11.4.2017 Sauberliðið staðfesti í dag, að Pascal Wehrlein muni snúa aftur til keppni í kappakstrinum í Barein næsta sunnudag. Vegna meiðsla varð hann að sitja hjá í fyrstu tveimur mótunum í ár. Meira »

Nýja vélin passar ekki í bílinn

7.4.2017 Sauberliðið neyðist til að keppa vertíðina út í gegn með ársgamlar Ferrarivélar í bílum sínum. Ástæðan er sú að 2017-vél Ferrari passar ekki í Sauberbílinn. Meira »

Wehrlein hvílir áfram

4.4.2017 Antonio Giovinazzi mun aka á ný fyrir Sauber í kappakstri helgarinnar í Sjanghæ í Kína þar sem Pascal Wehrlein hefur ekki náð fullum líkamsstyrk eftir bakmeiðsli í vetur. Meira »

Wehrlein dreginn úr keppni

25.3.2017 Sauber hefur dregið Pascal Wehrlein úr keppni í Melbourne og tekur varaökumaður Ferrari, Antonio Giovinazzi, við Sauberbílnum í hans stað. Meira »

Sauber með nýju útliti

21.2.2017 Sauber hefur frumsýnt 2017-bíl sinn, en það gerði liðið með beinni útsendingu á veraldarvefnum í gær. Næstu daga munu önnur lið sýna á keppnisfáka sína. Meira »

Wehrlein til Sauber

3.1.2017 Þróunarökumaður Mercedes, Pascal Wehrlein, hefur samið um að keppa fyrir Sauber á komandi keppnistíð, við hlið Marcus Ericsson. Meira »

Ericsson áfram hjá Sauber

21.11.2016 Marcus Ericsson verður áfram ökumaður Sauber í formúlu-1 á næsta ári, 2017. Verður það þriðja keppnistíð hans með liðinu og hið fjórða í íþróttinni. Meira »

Með 2016-vélar 2017

7.10.2016 Sauberliðið ætlar að halda áfram að brúka núverandi útgáfu Ferrarivélarinnar á næsta ári, í stað þess að kaupa 2017-vélar.   Meira »

Hjólaði á kjúkling

1.10.2016 Sænski ökumaðurinn Marcus Ericsson var í sárum eftir að hann varð fyrir því óláni að hjóla á kjúkling á vegum er hann undirbjó sig á vegum úti í Thailandi fyrir kappaksturinn í Sepang í Malasíu. Meira »

Sauber fær nýja eigendur

20.7.2016 Fjárfestingarfyrirtæki í Sviss, Longbow Finance, hefur yfirtekið Sauberliðið. Hættir stofnandinn og eigandinn Peter Sauber öllum afskiptum af liðinu, sem áfram verður þó við hann kennt. Meira »

Sauber sleppir æfingum

4.5.2016 Sauberliðið sleppir þróunarakstri formúluliðanna sem er á dagskrá í Barcelona á Spáni í framhaldi af Spánarkappakstrinum, sem þar fer fram annan sunnudag, 15. maí. Meira »

Alfa Romeo gæti keypt Sauber

21.4.2016 Sergio Marchionne útilokar ekki að Alfa Romeo kaupi svissneska liðið Sauber, sem berst fyrir tilveru sinni í formúlu-1.   Meira »

Sauber frumsýnir

29.2.2016 Sauber frumsýndi 2016-bíl sinn á netinu í dag en sem undanfarin ár verður hann knúinn vél frá Ferrari. Honum verður frumekið við bílprófanir í Barcelona á morgun. Meira »

Óbreytt hjá Sauber

23.7.2015 Sauberliðið hefur framlengt samninga við ökumennina Marcus Ericsson og Felipe Nasr út næsta ár, 2016.   Meira »

Sutil á óuppgerðar sakir við Sauber

27.4.2015 Adrian Sutil á enn óuppgerðar sakir við Sauber vegna samningsrofs í vertíðarlok 2014. Eiga umboðsmenn hans í viðræðum við stjórnendur liðsins og freista þess að semja um lyktir málsins. Meira »

Sauber: fjórða sætið tálmynd

15.4.2015 Sauberliðið getur ekki búist við því að halda fjórða sætinu í stigakeppni liðanna vertíðina út í gegn. Þetta segir liðseigandinn sjálfur, Peter Sauber. Meira »

Räikkönen veðjaði á Nasr

4.4.2015 Felipe Nasr hjá Sauber hefur ljóstrað því upp að það sé að hluta til Kimi Räikkönen að þakka að hann sé keppandi í formúlu-1. Meira »

Van der Garde víkur

14.3.2015 Vopnahlé hefur skapast í deilu Giedo van der Garde og Sauberliðsins og hefur ökumaðurinn hollenski samþykkt að keppa ekki í ástralska kappakstrinum meðan unnið er að endanlegri lausn þrætunnar. Meira »

Vilja Sauberstjóra í fangelsi

13.3.2015 Lögmenn Giedo van der Garde hafa farið þess á leit við hæstarétt Viktoríuríkis í Melbourne í Ástralíu að hann sendi Sauberstjórann Monishu Kaltenborn í fangelsi. Meira »