H&M á Íslandi

Fyrsta ár H&M „algjörlega frábært“

12.10. Í dag var þriðja verslun fatakeðjunnar H&M opnuð hér á landi. Jafnframt er um að ræða fyrstu H&M verslunina hér á landi sem selur húsbúnað og þá er verslunin sú fyrsta sem opnar á nýju Hafnartorgi, en þar hefur mikil uppbygging verið í gangi undanfarið sem nú sér fyrir endann á. Meira »

„Skemmtið ykkur vel og kaupiði sem mest“

26.8.2017 Verslun sænska tískurisans H&M opnaði með pompi og prakt í Smáralind í dag. Plötusnúður þeytti skífunum á meðan fjöldi fólks beið átekta eftir að komast inn í verslunina sem loks er komin til landsins Meira »

Skoða opnun fleiri verslana á Íslandi

26.8.2017 Forsvarsmenn H&M ætla í framhaldi af opnun tveggja verslana undir merkjum H&M hér á landi í dag og í september að skoða möguleikann á að opna hér verslanir á borð við H&M Home, & Other stories, Cos, Monki og Arket. Þetta segir Karl-Johan Persson, forstjóri H&M samstæðunnar, í samtali við mbl.is. Meira »

Geislafræðingur stýrir verslun H&M

26.8.2017 „Ég er rosalega spennt og ánægð. Frábært starfsfólk og það hefur gengið bara eins og í sögu,“ segir Lovísa Guðmundsdóttir, verslunarstjóri H&M í Smáralind, sem opnaði í dag, í samtali við mbl.is. Meira »

Með höfuðverk og svima í nótt

26.8.2017 „Ég mætti í gær klukkan tuttugu mínútur í tólf um morguninn,“ segir Freydís Björg Óttarsdóttir sem er búin að bíða lengst í röðinni eftir að komast inn í H&M. Aðspurð hvernig biðin hafi verið segir hún hana hafa verið alveg sæmilega. Meira »

Rólegt í röðinni í H&M

26.8.2017 Opnunar fyrstu verslunar sænska tískurisans H&M hér á landi hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Verslunin opnar í Smáralind klukkan tólf í dag en nú rétt fyrir klukkan tíu voru um tuttugu manns mættir í röðina. Meira »

22 tímar í biðröð eftir H&M

25.8.2017 „Það verður alla vega stuð hjá mér,“ segir Freydís Björg Óttarsdóttir sem er fyrst í biðröðinni eftir því að komast inn í H&M-verslunina sem opnar í Smáralind á morgun. Hún hefur ekki áhyggjur af næstu klukkustundum þar sem tryggt sé að hún komist á salernið og að matarsendingar séu á leiðinni. Meira »

Dýrara í H&M á Íslandi?

24.8.2017 Svo virðist sem verðlag í verslun H&M sem verður opnuð í Smáralind á laugardaginn verði nokkuð hærra en í verslunum H&M í Noregi. Lausleg verðkönnun mbl.is leiðir í ljós að verð á fatnaði í versluninni á Íslandi sé á bilinu 10-32% hærra en í verslunum tískurisans í Noregi miðað við núverandi gengi. Meira »

Stefna á að opna H&M í september

20.8.2017 Gert er ráð fyrir því að verslun H&M í Kringlunni verði opnuð seinni hluta septembermánaðar. Verslunin verður í 2.600 fermetra rými á annarri hæð Kringlunnar þar sem Hagkaup var áður. Þá mun ToysRus einnig opna verslun í Kringlunni í september. Meira »

Búðin sem beðið hefur verið eftir

19.8.2017 Eftir slétta viku verður fyrsta verslun sænska tískurisans H&M opnuð hér á landi. Það er vel hægt að gera ráð fyrir því að margir geri sér ferð í verslunina sem stendur í Smáralind á opnunardaginn og næstu daga enda hefur H&M verið mjög vinsæl hjá íslenskum neytendum á ferðalögum erlendis. Meira »

Afhenda H&M rýmið í lok mánaðar

7.6.2017 Framkvæmdir við verslun H&M í Kringlunni ganga vel og eru á tíma. Framkvæmdastjóri Kringlunnar á von á því að verslunin verði opnuð í september og að rýmið verði afhent H&M í lok þessa mánaðar. Meira »

Allt verður rifið úr Debenhams

6.1.2017 Töluverðar framkvæmdir þarf að gera á 4.000 fermetra rými í Smáralind áður en það mun hýsa flaggskipsverslun H&M sem á að vera opnuð í september. Framkvæmdastjóri Smáralindar, Sturla Gunnar Eðvarðsson, segir að verslunin verði sú glæsilegasta á landinu. Meira »

H&M kemur í staðinn fyrir Hagkaup

16.12.2016 Verslun H&M verður opnuð á 2. hæð Kringlunnar, þar sem Hagkaup er í dag, á seinnihluta næsta árs. Verslunin verður 2.600 fermetrar. Meira »

H&M opnuð í Smáralind í september

17.10.2016 Verslun H&M verður opnuð í Smáralind í byrjun september á næsta ári, í Kringlunni fyrir áramótin 2017/2018 og á Hafnartorgi 2018. H&M mun taka yfir 4.000 fermetra rými í vesturenda Smáralindar sem hýsir nú Debenhams en ekki liggur fyrir hvar í Kringlunni verslunin verður. Meira »

Mannréttindabrjótar eða umbótasinnar?

12.7.2016 Koma tískurisans H&M hingað til lands hefur líklega ekki farið framhjá neinum, en á næstu árum verða opnaðar tvær H&M verslanir hér á landi. Lágt verð hefur verið eitt aðalsmerki keðjunnar, sem í gegnum tíðina hefur sætt gagnrýni fyrir að starfa með verksmiðjum sem brjóta réttindi starfsfólks. Meira »

Viðurkenning fyrir íslenska verslun

8.7.2016 „Þetta er ákveðin viðurkenning fyrir íslenska verslun, íslenskt verslunarlíf, Reykjavíkurborg og þá umgjörð sem hér er,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, um komu H&M hingað til lands. Meira »

Verslun flytjist heim með komu H&M

8.7.2016 „Ég hef trú á því að þetta muni hafa þau áhrif að verslun sem hefur farið úr landi flytjist í auknum mæli heim,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, um komu H&M hingað til lands. Meira »

Viðræður um H&M-verslun í Kringlunni

8.7.2016 Reitir fasteignafélag hf. (Reitir), Kringlan og H&M hafa undanfarið átt í samningaviðræðum um opnun H&M-verslunar í Kringlunni sem ráðgert er að opna seinnihluta ársins 2017. Meira »

Mun gjörbreyta íslenskum markaði

8.7.2016 „Það er búið að vinna að þessu verkefni lengi og við erum rosalega ánægð að þetta hafi tekist,“ segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri fasteignafélagsins Regins hf., en félagið og dótturfélag þess, Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf., undirrituðu í dag leigusamninga um húsnæði undir tvær verslanir sænsku verslunarkeðjunnar H&M. Meira »

H&M opnar tvær verslanir á Íslandi

8.7.2016 Reginn hf. og dótturfélag þess, Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf., hafa undirritað leigusamninga við dótturfélag H&M Hennes & Mauritz AB (publ.) um húsnæði undir tvær verslanir undir merkjum H&M. Meira »