Hnífstunga í Neskaupstað

Hótaði að skera kærustuna á háls

19.7. Maðurinn sem er grunaður um að stinga ann­an mann í heima­húsi í Nes­kaupstað um miðnætti 10. júlí síðastliðinn situr í gæsluvarðhaldi til 8. ágúst. Landsréttur staðfesti fjögurra vikna gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Austurlands. Meira »

Líðan mannsins mjög góð

13.7. Líðan mannsins sem varð fyrir hnífstunguárás á Neskaupstað á miðvikudagskvöld og undirgekkst aðgerð á Landspítalanum í gær er mjög góð eftir atvikum. Lögreglumenn frá Austurlandi ferðuðust suður til Reykjavíkur og hafa tekið bráðabirgðaskýrslu af honum. Þetta staðfestir yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is Meira »

Rannsókn á hnífstungu miðar vel

12.7. Jónas Wilhelmsson Jensen, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að rannsókn á hnífstungu sem átti sér stað í Neskaupstað miði vel áfram. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sinnti vettvangsrannsókn í gær. Meira »

Kærir gæsluvarðhaldsúrskurðinn

12.7. Maður sem úrskurðaður var í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Austurlands í gær, grunaður um að stinga annan mann í heimahúsi í Neskaupstað í kringum miðnætti á miðvikudagskvöld, hefur tekið ákvörðun um að kæra úrskurðinn til Landsréttar. Meira »

Úrskurðaður í fjögurra vikna varðhald

11.7. Maður sem grunaður er um tilraun til manndráps í Neskaupstað í nótt hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Þetta staðfestir Helgi Jensson saksóknari í samtali við mbl.is. Hinn grunaði gekk fyrir dómara í dag. Meira »

Í haldi eftir hnífstungu í Neskaupstað

11.7. Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. Atvikið átti sér stað í kringum miðnætti að því er Jónas Wilhelmsson Jensen yfirlögregluþjónn sagði í samtali við mbl.is. Meira »