Hryðjuverk í Manchester

„Hetjan“ stal frá fórnarlömbunum

3.1. Heimilislaus maður hefur játað að hafa stolið veski og síma frá fórnarlömbum sprengjutilræðisins í tónleikahöllinni Manchester Arena í maí. Hann var ákærður fyrir að hafa stolið greiðslukorti af fórnarlambi árásarinnar í ágúst. Meira »

Samsæri um að myrða May

6.12. Tveir menn verða leiddir fyrir dómara í Westminster í dag en þeir voru handteknir í síðustu viku sakaðir um að undirbúa samsæri um að myrða forsætisráðherra Bretlands, Theresu May. Meira »

Saffie Rose lögð til hinstu hvílu

26.7. Saffie Rose Roussos, yngsta fórnarlamb hryðjuverkaárásarinnar í Manchester, var lögð til hinstu hvílu í dag. Saffie Rose var 8 ára. Móðir hennar, sem slasaðist alvarlega í árásinni, var viðstödd útförina en hún er enn í gifsi. Meira »

„Hún þjáist ekki“

20.6. Fjölskylda hinnar 15 ára gömlu Oliviu Campbell sem lést í hryðjuverkaárásinni í Manchester í síðasta mánuði finnur ekki fyrir hatri eða reiði yfir því sem gerðist. Útför Campbell fer fram í dag og eftir hana verður haldin veisla þar sem lífi stúlkunnar verður fagnað. Meira »

Lögregla var vöruð við árásarmanninum

4.6. Breska lögreglan hafði verið vöruð fyrir tveimur árum við einum mannanna sem taldir eru hafa staðið fyrir árásinni í London í gærkvöldi að því er fram kemur á vef Guardian. Nágranni mannsins hafði samband við lögreglu eftir að hann sagðist tilbúinn að „gera allt í Allah nafni". Meira »

Robbie Williams barðist við tárin

3.6. Söngvarinn Robbie Williams minntist fórnarlamba hryðjuverksins í Manchester þegar hann hélt tónleika á Etihad-vellinum í borginni í gærkvöldi. 22 létu lífið í kjölfarið á sjálfsvígssprengju í borginni í byrjun síðustu viku. Meira »

Mikilvægur áfangi í rannsókninni

2.6. Rannsóknarlögreglumenn hafa rýmt svæði í Manchester vegna þess að verið er að rannsaka bíl sem talinn er hafa „mikil áhrif á rannsókn málsins.“ 22 létu lífið í kjölfarið á sjálfsvígssprengju í borginni í byrjun síðustu viku. Meira »

3 sleppt úr haldi Manchester-lögreglu

30.5. Lögreglan í Manchester lét í dag lausa úr haldi þrjá þeirra sem handteknir voru í tengslum við hryðjuverkaárásina á tónleikum söngkonunnar Ariönu Grande í Manchester Arena-tónleikahöllinni í síðustu viku. 11 manns eru enn í haldi lögreglunnar í Bretlandi vegna rannsóknar málsins. Meira »

Birta nýja mynd af Salman Abedi

29.5. Breska lögreglan hefur birt nýja mynd af Salman Abedi, sem varð 22 að bana með sjálfsvígssprengju á tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande í Manchester Arena-tónleikahöllinni í síðustu viku. Meira »

Grande er margt til lista lagt

28.5. Bandaríska leik- og söngkonan Ariana Grande er einn vinsælasti skemmtikraftur heims um þessar mundir á meðal ungra stúlkna. Í vikunni var hún skyndilega á allra vörum – illu heilli – eftir hryðjuverkaárás í lok tónleika hennar í borginni Manchester á Englandi. Meira »

Tvær rannsóknir á eftirtekt stjórnvalda

28.5. Breska leyniþjónustan MI5 hefur sett af stað tvær úttektir á því hvernig sú hætta, sem stafaði af hryðjuverkamanninum Salman Abedi áður en hann sprengdi sig og tugi aðra til bana í Manchester á mánudagskvöld, fór fram hjá eftirlitsstofnunum. Meira »

Fleiri ganga hugsanlega lausir

28.5. Inn­an­rík­is­ráðherra Bret­lands, Am­ber Rudd, segir að fleiri samverkamenn Salmans Abedi sem sprengdi sig í loft upp í Manchester Arena-tónleikahöllinni á mánudag, gangi hugsanlega enn lausir. Þegar hafa 11 verið handteknir í Bretlandi. Meira »

Frysta yfir 200 fjáröflunarsíður

27.5. Fjáröflunarfyrirtækið JustGiving hefur fryst yfir 200 fjáröflunarsíður sem settar hafa verið upp til styrktar fórnarlömbum hryðjuverkaárásarinnar í Manchester og aðstandenda þeirra, af ótta við að þar séu á ferð svikahrappar sem ætli sér að reyna að græða á harmleiknum. Meira »

23 þúsund íslamistar í Bretlandi

27.5. Breska leyniþjónustan hefur upplýsingar um 23 þúsund íslamska öfgamenn í Bretlandi sem gætu hugsanlega gripið til hryðjuverka samkvæmt frétt breska dagblaðsins Times. Stjórnvöld í Bretlandi greindu frá þessu í gær í kjölfar gagnrýni um að leyniþjónustan hefði getað komið í veg fyrir hryðjuverkið í Manchester. Meira »

Fleiri handteknir í Bretlandi

27.5. Breska lögreglan handtók í nótt tvo karlmenn í tengslum við rannsókn hennar á hryðjuverkinu í borginni Manchester í Bretlandi í byrjun vikunnar sem kostaði 22 lífið. Mennirnir eru 20 og 22 ára en þar með hafa samtals ellefu verið handteknir vegna árásarinnar í Bretlandi. Meira »

Ullah ákærður fyrir hryðjuverk

12.12. Akayed Ullah sem grunaður er um hryðjuverkatilræði á Port Authority samgöngumiðstöðinni í Manhattan gærmorgun hefur nú verið ákærður fyrir hryðjuverk. Ullah, sem er 27 ára Bangladessbúi sem búið hefur í Bandaríkjunum frá 2011, er alvarlega slasaður eftir tilræðið. Meira »

„Hetjan“ rændi greiðslukorti

16.8. Heimilislaus maður, sem var kallaður hetja fyrir að aðstoða fólk eftir hryðjuverkaárásina í Manchester Ar­ena tónleikahöllinni í maí, hefur nú verið ákærður fyrir að hafa rænt greiðslukorti á vettvangnum. Meira »

Telja fleiri tengjast Manchester-árásinni

6.7. Breska lögreglan telur að fleiri en Salman Adebi beri ábyrgð á sprengjuárásinni í Manchester Arena-tónleikahöllinni í maí. Adebi varð 22 manns að bana og særði tugi er hann sprengdi sig í loft upp í lok tónleika bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande. Meira »

Mikilvæg sönnunargögn í bílnum

7.6. Breska lögreglan hefur fundið fjölda mikilvægra sönnunargagna í tengslum við rannsókn á hryðjuverkaárásinni í Manchester í síðasta mánuði, í hvítum Nissan Micra bíl sem lagt var hald á í Manchester á föstudag. Meira »

Mikil öryggisgæsla á styrktartónleikum

4.6. Mikil öryggisgæsla er við tónleika sem haldnir eru til styrktar fórnarlömbum hryðjuverkaárásarinnar á Manchester Arena í síðasta mánuði, sem hófust fyrir fullu húsi á Old Trafford klukkan sex. 14.000 miðar voru teknir frá fyrir þá sem voru á tónleikum Ariönu Grande í Manchester. Meira »

Grande heimsótti fórnarlömbin á sjúkrahús

3.6. Bandaríska söngkonan Ariana Grande kom ungum aðdáendum á óvart er hún kom í óvænta heimsókn á Konunglega barnaspítalann í Manchester í gær. Grande heldur styrktartónleika fyrir fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar á morgun. Lily, 9 ára, „leið eins og rokkstjörnu“ eftir að hafa hitta átrúnaðargoð sitt. Meira »

Loksins sagt frá láti dóttur sinnar

1.6. Móður hinnar átta ára gömlu Saffie Roussos, yngsta fórnarlambs hryðjuverkaárásinnar sem gerð var á tónleikum Ariana Grande, í Manchester Arena höllinni, þann 22. maí síðastliðinn, hefur nú verið sagt frá örlögum dóttur sinnar. Hún komst til meðvitundar fyrir örfáum dögum. Meira »

Stjörnum prýddir tónleikar Grande

30.5. Justin Bieber, Coldplay og Katy Perry eru á meðal þeirra sem munu kom fram á styrktartónleikum Ariönu Grande, sem hún hyggst halda á sunnudaginn næstkomandi í Manchester. Meira »

Enn fleiri handteknir

29.5. Fjórtán eru í haldi lögreglunnar í Bretlandi í tengslum við árásina í Manchester fyrir viku. Í nótt var 23 ára karlmaður handtekinn í Shoreham-by-Sea, West Sussex, grunaður um að hafa gerst brotlegur við hryðjuverkalög. Meira »

Þrettándi maðurinn handtekinn

28.5. Breska lögreglan hefur í kvöld handtekið 19 ára karlmann í tengslum við rannsókn á árásinni í Manchester á mánudagskvöld. Fór handtakan fram eftir að húsleit var gerð í suðausturhluta borgarinnar. Meira »

Fleiri handtökur í Manchester

28.5. Breska lögreglan handtók í dag 25 ára gamlan mann í Old Trafford, úthverfi Manchester, í tengslum við hryðjuverkaárásina í borginni á mánudag. 22 létu lífið og 116 særðust þegar Salm­an Abedi sprengdi sig í loft upp í Manchester Ar­ena-tón­leika­höll­inni. Meira »

Kom við í íbúð og sprengdi sig svo

27.5. Lögreglan hefur loks birt myndir úr öryggismyndavélum af Salman Abedi sem sprengdi sig í loft upp við leikvanginn í Manchester á mánudag. 22 létust í árásinni og margir særðust. Meira »

Viðbúnaðarstigið lækkað í Bretlandi

27.5. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í morgun að viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka í Bretlandi hefði verið lækkað en það var hækkað upp í hámarksviðbúnað í kjölfar hryðjuverksins í Manchester á mánudagkvöldið. Meira »

Fjármagnaði árásina með námslánum

27.5. Breska lögreglan telur að Salman Abedi, sem framdi sjálfsmorðsárásina í Manchester í Bretlandi á mánudagskvöldið, hafi meðal annars notað námslán og bætur frá hinu opinbera til þess að fjármagna hryðjuverkið. Meira »

Sá níundi handtekinn

26.5. Lögreglan í Manchester hefur nú handtekið 44 ára gamlan mann sem grunaður er um að hafa átt þátt í hryðjuverkaárásinni á mánudag. Eru því alls níu menn í haldi bresku lögreglunnar grunaðir um tengsl við málið. Meira »