Jarðskjálfti í Íran 2017

Jarðskjálfti að stærð 5,2 í Íran

20.12. Jarðskjálfti sem mældist 5,2 að stærð mældist skammt fyrir utan Tehran, höfuðborg Írans, í kvöld, um klukkan 23:30 að staðartíma. Meira »

483 fórust í skjálftanum

26.11. Að minnsta kosti 483 létust í jarðskjálftanum mikla í Kermanshah-héraði í Íran. Skjálftinn varð hinn 12. nóvember og mældist 7,3 stig. Meira »

Veðsetur Ólympíugull fyrir fórnarlömbin

15.11. Kianoush Rostami, 26 ára gamall lyftingamaður frá Íran, hefur sett gullverðlaunapening sinn frá Ólympíuleikunum í Ríó 2016 á uppboð til þess að safna fé til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans sem reið yfir landamæri Írans og Íraks á dögunum. Meira »

Biðla um aðstoð á meðan tala látinna hækkar

14.11. Fjöldi fólks hefst enn við utandyra í miklum kulda á því svæði í Íran þar sem snarpur jarðskjálfti varð á sjötta hundrað manns hið minnsta að bana á sunnudagskvöldið. Hjálparstarf gengur erfiðlega, en 12.000 íbúðarbyggingar eru sagðar hafa hrunið og forseti landsins vill að þeir ábyrgu svari til saka. Meira »

Vinna nú í kapp við tímann

13.11. Björgunarsveitir vinna nú í kapp við tímann eftir að snarpur jarðskjálfti upp á 7,3 varð meira en 400 manns að bana á fjalllendu svæði í Íran, nálægt landamærum Írak, í gær. Jarðskjálftinn er sá mannskæðasti sem orðið hefur á þessu ári. Staðfest hefur verið að 413 hafi farist í Íran og 9 í Írak. Meira »

Var líkt og byggingin dansaði

13.11. Að minnsta kosti 396 eru látnir eftir að jarðskjálfti skók svæðið á landamærum Írans og Írak í gærkvöldi. Talið er að í það minnsta sjö þúsund hafi slasast en fjöldi fólks leitar að ættingjum og vinum í rústum. Meira »

Leita í örvæntingu í rústunum

13.11. Eyðileggingin blasir víða við í Norður-Írak og Íran eftir að jarðskjálfti upp á 7,3 stig reið þar yfir í gærkvöldi. Alls staðar er fólk að leita að ættingjum og vinum en vitað er að yfir 340 létust og tæplega fimm þúsund slösuðust. Meira »

328 látnir í Íran

13.11. Sífellt fjölgar þeim sem létust í jarðskjálftanum sem reið yfir landamærahéruð Írans og Íraks. Í Íran eru 328 látnir en frá Írak hafa borist litlar fregnir af fjölda látinna. Meira »

30 farast í hörðum skjálfta í Írak

12.11. Snarpur jarðskjálfti upp á 7,3 mældist á norðurhluta landamæra Íran og Íraks nú í kvöld, sem kostað hefur 30 manns lífið hið minnsta að því er BBC greinir frá. Meira »