Kaup HB Granda á Ögurvík

Fellir niður athugun á HB Granda

19.12. Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki séu forsendur til að aðhafast frekar í athugun á því hvort að breyting hafi átt sér stað á yfirráðum í HB Granda í skilningi 17. gr. samkeppnislaga við kaup Brims hf., nú Útgerðarfélags Reykjavíkur, á eignarhlutum í félaginu fyrr á þessu ári. Meira »

Heimilar kaup HB Granda á Ögurvík

22.11. Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup HB Granda á öllu hlutafé Ögurvíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu HB Granda til Kauphallarinnar. Kaupin voru samþykkt á hluthafafundi HB Granda með 95,8 prósent atkvæða fyrr í mánuðinum. Kaupverðið er 12,3 milljarðar króna. Meira »

Kaup HB Granda á Ögurvík samþykkt

2.11. Á framhaldshluthafafundi HB Granda í dag kynntu starfsmenn Kviku banka hf. samantekt minnisblaðs vegna fyrirhugaðra kaupa HB Granda á öllu hlutafé Ögurvíkur og var tillaga stjórnar um kaupin samþykkt með 95,8% atkvæða. Meira »

„Kemur mér ekki á óvart“

1.11. „Þetta kemur mér ekki á óvart,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda og eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur, um álit fyrirtækjaráðgjafar Kviku sem birt var í gær. Meira »

Kaupin hagfelld, séu forsendur raunhæfar

31.10. Séu forsendur stjórnenda HB Granda raunhæfar, fyrir kaupum félagsins á útgerðinni Ögurvík, eru kaupin hagfelld fyrir félagið. Þetta er niðurstaða fyrirtækjaráðgjafar Kviku, sem fengin var til að meta kaupin samkvæmt tillögu lífeyrissjóðsins Gildis. Meira »

Kaupin verða metin að nýju

16.10. Hluthafafundur HB Granda hf. samþykkti tillögu þess efnis að nýtt mat fari fram á kaupum félagsins á Ögurvík ehf. áður en hluthafar taka endanlega afstöðu til staðfestingar á ákvörðun stjórnar um viðskiptin. Framhaldshluthafafundur verður haldinn 2. nóvember. Meira »

Ekki tækt að fara eftir tillögu Gildis

16.10. Stjórn HB Granda segir það ekki tækt að fara eftir tillögu Gildis lífeyrissjóðs, þess efnis að hluthafafundur félagsins tilnefni þrjá fulltrúa ótengda Útgerðarfélagi Reykjavíkur, til að annast verklýsingu og samningsgerð við Kviku banka um athugun bankans á kaupum HB Granda á útgerðinni Ögurvík. Meira »

Stjórn HB Granda fundar í dag

15.10. Stjórn HB Granda, sem hugðist funda síðastliðinn fimmtudag vegna bréfs frá framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Reykjavíkur, frestaði fundinum. Verður hann þess í stað haldinn í dag, samkvæmt tilkynningu sem HB Grandi hefur sent kauphöllinni. Meira »

Kannað verði hvort viðskiptin séu hagfelld

9.10. Mikilvægt er, vegna tengsla HB Granda og Útgerðarfélags Reykjavíkur, að ákvörðunartaka um kaup HB Granda á félaginu Ögurvík af ÚR sé hafin yfir allan vafa. Meira »

Stjórn HB Granda ræðir bréfið frá ÚR

9.10. Stjórn HB Granda mun koma saman til fundar á fimmtudag og ræða bréf framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Reykjavíkur, stærsta hluthafa HB Granda, til fyrirtækisins, og um leið þá tillögu sem þar kemur fram, um að hætta við viðskiptin með alla hluti í Ögurvík að sinni. Meira »

ÚR vill hætta við söluna á Ögurvík

9.10. Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem er stærsti eigandi í HB Granda, segir það vilja sinn að ekki verði farið í viðskipti með sölu félagsins á útgerðarfélaginu Ögurvík. Meira »

Kaup HB Granda á Ögurvík verði skoðuð

8.10. Lífeyrissjóðurinn Gildi vill að fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka verði fengin til að meta fyrirhuguð kaup HB Granda á öllu hlutafé Ögurvíkur, og skilmála þeirra. Hefur lífeyrissjóðurinn gert tillögu um að bókun þessa efnis verði tekin til meðferðar á hluthafafundi HB Granda sem fram fer 16. október. Meira »

Brim verður Útgerðarfélag Reykjavíkur

16.9. Hluthafafundur í Brimi hf. ákvað sl. föstudag að breyta nafni félagsins í Útgerðarfélag Reykjavíkur hf.  Meira »

Brim herðir tökin innan HB Granda

14.9. Stjórn HB Granda samþykkti í gær að kaupa útgerðarfélagið Ögurvík af Brimi hf. sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra HB Granda. Á sama fundi var ákveðið að einfalda skipurit félagsins og í stað sex manna framkvæmdastjórnar sitja nú aðeins þrír starfsmenn fyrirtækisins í henni. Meira »

Samþykkti kaupin á Ögurvík

13.9. Stjórn HB Granda hf. samþykkti í dag samning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Ögurvík ehf. sem gerður var 7. september og hefur hún ákveðið að leggja samninginn fyrir hluthafafund í félaginu til samþykktar. Þetta kemur fram á vefsíðu félagsins. Meira »

Vill stækka verulega

13.9. HB Grandi mun stækka með fjárfestingum heima og erlendis á komandi árum. Forstjórinn segir það nauðsynlegt, ætli fyrirtækið að standa styrkum fótum í harðri samkeppni á alþjóðlegum markaði. Meira »

Boða til stjórnarfundar vegna kaupa á Ögurvík

10.9. Boðað hefur verið til stjórnarfundar í HB Granda á fimmtudaginn í þessari viku þar sem fjallað verður um kaupin á útgerðinni Ögurvík sem tilkynnt var um eftir lokun markaða á föstudaginn. Meira »

HB Grandi kaupir Ögurvík

7.9. HB Grandi hf. hefur gert samning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Ögurvík ehf. af Brimi. Kaupverðið er um 12,3 milljarðar króna. Meira »