Boða til stjórnarfundar vegna kaupa á Ögurvík

HB Grandi hefur keypt Ögurvík, en kaupin eru gerð með ...
HB Grandi hefur keypt Ögurvík, en kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki stjórnar og hluthafafundar. mbl.is/Hjörtur

Boðað hefur verið til stjórnarfundar í HB Granda á fimmtudaginn í þessari viku þar sem fjallað verður um kaupin á útgerðinni Ögurvík sem tilkynnt var um eftir lokun markaða á föstudaginn. Kaupverðið er um 12,3 milljarðar króna, en getur tekið leiðréttingum miðað við niðurstöðu fjárhagsuppgjörs Ögurvík miðað við lok ágúst. Voru kaupin gerð með fyrirvara um samþykki stjórnar HB Granda og hluthafafundar félagsins.

Guðmundur Kristjánsson, sem oft er kenndur við Brim, tók við sem forstjóri HB Granda í júní, en hann keypti í gegnum Brim 34% hlut í HB Granda í apríl og bætti við um 3% með yfirtökutilboði til annarra hluthafa í maí og júní. Eign­ar­hlut­ur Brims hf. nemur nú 37,96% af heild­ar­hluta­fé HB Granda hf. Fyrir um tveimur árum keypti Brim Ögurvík, sem nú hefur verið seld til HB Granda.

Guðmundur sagði af sér sem forstjóri Brims og úr stjórn félagsins eftir að hafa keypt hlutinn í HB Granda.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.11.18 290,41 kr/kg
Þorskur, slægður 14.11.18 326,14 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.11.18 273,69 kr/kg
Ýsa, slægð 14.11.18 249,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.11.18 128,56 kr/kg
Ufsi, slægður 14.11.18 125,20 kr/kg
Djúpkarfi 12.11.18 246,54 kr/kg
Gullkarfi 14.11.18 261,85 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.11.18 279,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.11.18 Hrafnreyður KÓ-100 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 4.468 kg
Samtals 4.468 kg
14.11.18 Dóri GK-042 Lína
Hlýri 107 kg
Keila 68 kg
Karfi / Gullkarfi 9 kg
Grálúða / Svarta spraka 3 kg
Samtals 187 kg
14.11.18 Högni NS-010 Landbeitt lína
Þorskur 2.533 kg
Ýsa 762 kg
Keila 5 kg
Samtals 3.300 kg
14.11.18 Fálkatindur NS-099 Landbeitt lína
Þorskur 3.372 kg
Ýsa 790 kg
Keila 127 kg
Tindaskata 73 kg
Hlýri 17 kg
Karfi / Gullkarfi 13 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 4.398 kg

Skoða allar landanir »