Stjórn HB Granda fundar í dag

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjórn HB Granda, sem hugðist funda síðastliðinn fimmtudag vegna bréfs frá framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Reykjavíkur, frestaði fundinum. Verður hann þess í stað haldinn í dag, samkvæmt tilkynningu sem HB Grandi hefur sent kauphöllinni.

Í bréfi framkvæmdastjóra ÚR, sem er stærsti hluthafi HB Granda, er lýst yfir vilja til að hætta við sölu alls hlutafjár í Ögurvík ehf. til HB Granda, sem fyrirhuguð var samkvæmt samningi sem undirritaður var 7. september. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur.

Bréf framkvæmdastjórans kom í kjölfar þeirrar tillögu lífeyrissjóðsins Gildis, sem stórs hluthafa í HB Granda, að kaupin og skilmálar þeirra yrðu skoðuð nánar af óháðum aðila.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.18 259,09 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.18 339,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.18 252,66 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.18 235,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.18 98,98 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.18 109,86 kr/kg
Djúpkarfi 12.11.18 246,54 kr/kg
Gullkarfi 20.11.18 254,60 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.11.18 291,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.11.18 Þristur BA-036 Plógur
Sæbjúga /Hraunpussa 5.375 kg
Samtals 5.375 kg
20.11.18 Emil NS-005 Landbeitt lína
Þorskur 1.631 kg
Ýsa 916 kg
Keila 16 kg
Steinbítur 10 kg
Karfi / Gullkarfi 3 kg
Samtals 2.576 kg
20.11.18 Glettingur NS-100 Landbeitt lína
Þorskur 2.959 kg
Ýsa 1.112 kg
Tindaskata 111 kg
Keila 39 kg
Karfi / Gullkarfi 24 kg
Hlýri 17 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 4.267 kg

Skoða allar landanir »