Landeyjahöfn

Landeyjahöfn var tekin í notkun sumarið 2010, en hún er ferjuhöfn fyrir Vestmannaeyjaferjuna Herjólf.

Umhverfisáhrif dýpkunar Landeyjahafnar metin

11.7. Fyrirhuguð viðhaldsdýpkun Landeyjahafnar felur í sér nýjan og stærri efnislosunarstað. Hann er um 240 hektarar að stærð og tekur við um tíu milljónum rúmmetra. Meira »

Þurfa að leigja 300 tonna krana

18.6. Gert er ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdir við Landeyjahöfn í sumar verði um tæpur milljarður, að frátöldum kostnaði við reglubundna dýpkun. Meira »

Siglt inn í Landeyjahöfn

2.5. Herjólfur sigldi í fyrsta skipti á árinu inn í Landeyjahöfn í morgun, eftir að hafa verið lokuð frá því í nóvember í fyrra. Þessum tímamótum hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu í Vestmannaeyjum en lokun hafnarinnar kemur niður á ferðaþjónustu. Meira »

Hafa alla tíð viljað göng

2.5. „Það er engin spurning í sambandi við þessi göng, sem voru svo úthugsuð og vel undirbúin, það hefur allt staðist hjá okkur sem við höfum sagt sem vorum að berjast fyrir þessu,“ segir Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, inntur álits á stöðu samgangna til Vestmannaeyja. Meira »

Minni þörf á dýpkun á næstu árum

29.8. Vegagerðin reiknar með að mun minna þurfi að dýpka í og við Landeyjahöfn á næstu þremur árum en þurft hefur síðustu fjögur árin. Stafar það af því að nýja Vestmannaeyjaferjan ristir grynnra en núverandi Herjólfur. Meira »

Skoða að jafna fargjöld Herjólfs

19.2.2018 „Þegar ekki er siglt í Landeyjahöfn er ekki nóg með það að siglingatíminn sexfaldist í vetrarbrælunum sem ríkja, heldur þrefaldast fargjaldið líka,“ sagði Páll Magnússon á Alþingi í dag. Samgönguráðherra tók jákvætt í fyrirspurn hans um efnið og sagði málið til skoðunar í ráðuneytinu. Meira »

Öllum tilboðum í sanddælur hafnað

6.1.2018 Ríkiskaup hafa hafnað öllum tilboðum sem bárust í fastan dælubúnað fyrir Landeyjahöfn.  Meira »

Úttekt verði gerð á höfninni

7.12.2017 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að nú þegar hann sé kominn í nýtt ráðuneyti, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, muni hann að sjálfsögðu setjast yfir mál eins og málefni Landeyjahafnar og nýrrar ferju. Meira »

2,4 milljarða kostnaður frá 2011

5.10.2017 „Þetta er ekki bara kostnaður vegna dýpkunar þó að hann sé vissulega stærsti liðurinn, en inni í þessum tölum er einnig kostnaður vegna eftirlits, mælinga, rannsókna og annarra minni framkvæmda innan hafnar,“ segir Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs hjá Vegagerðinni, við Morgunblaðið. Meira »

Herjólfur ætti nú að sigla vandræðalaust

1.8.2017 Herjólfur ætti nú að geta siglt vandræðalaust þar sem dýpið í kringum Landeyjarhöfn er orðið fullnægjandi fyrir skipið. Dæluskipið Dísa hefur verið að vinna í Landeyjarhöfn, við að dýpka mynni hafnarinnar. Meira »

Dýpka þarf í Landeyjahöfn

9.1.2017 Dýpka þarf umtalsvert í Landeyjahöfn áður en Herjólfur getur siglt þangað en dýpi í höfninni var mælt í síðustu viku.  Meira »

Loksins siglt til Landeyja

15.4.2016 Herjólfur mun sigla til Landeyjahafnar í dag í fyrsta skipti í rúma fjóra mánuði en síðast var siglt til hafnarinnar undir lok nóvember 2015. Af því tilefni bjóða Eimskip, SS og Ölgerðin farþegum Herjólfs upp á grillaður pylsur og drykki við afgreiðslu Herjólfs í Vestmannaeyjum. Meira »

Heildarkostnaður um 10 milljarðar

29.2.2016 Fjárhagsmál Landeyjahafnar og útboð á Herjólfi voru til umræðu á fundi fjárlaganefndar Alþingis í morgun. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður nefndarinnar, undrast mjög að ný Vestmannaeyjaferja hafi ekki verið tekin inn í fjárlög þessa árs. Meira »

Dýpkað í Landeyjahöfn

14.1.2016 Dýpkunarskipið Dísa vinnur nú að dýpkun í og við Landeyjahöfn, en dýpið við innsiglingu Landeyjahafnar er orðið of grunnt fyrir siglingar. Meira »

Heimóttarlegt að halda sig vita best

18.8.2015 Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður siglingasviðs Vegagerðarinnar, blæs á gagnrýni Gunnlaugs Kristjánssonar, forstjóra Björgunar, um að enginn geti uppfyllt útboðsskilyrði fyrir dýpkun í Landeyjahöfn. Meira »

Erfiður vetur er að baki

2.5.2015 Vestmannaeyjaferjan Herjólfur sigldi í Landeyjahöfn síðdegis í gær, það er fyrstu ferðina síðan í nóvemberlok í fyrra. Á síðustu dögum hafa dæluskip verið notuð til að fjarlægja sand frá höfninni svo þar er nú orðið fært inn á flóði. Meira »

Höfnin enn ekki komin í fulla dýpt

30.4.2015 Ljóst er að Herjólfur mun ekki sigla sína fyrstu ferð til Landeyjahafnar á þessu ári á morgun eins og vonir hafa verið uppi um, en höfnin er ekki enn komin í fulla dýpt. Þetta segir Sig­urður Áss Grét­ars­son, framkvæmdastjóri siglingasviðs hjá Vega­gerðinni. Meira »

Hófust handa við dýpkun í morgun

24.4.2015 Hafist var handa við dýpkun í Landeyjahöfn í morgun og er sandi nú dælt úr höfninni svo önnur skip sem rista dýpra komist inn í höfnina. Fyrirtækið Björgun ehf. annast dýpkun hafnarinnar samkvæmt samningi við Vegagerðina. Meira »

Sanddæling á næstu dögum

10.4.2015 Hafist verður handa um dýpkunarframkvæmdir við Landeyjahöfn á næstu dögum eða strax þegar veður leyfir.  Meira »

Höfnin er „stútfull af sandi“

30.3.2015 „Við vorum sendir til þess að reyna við þetta en það gekk nú ekki,“ segir Óttar Jónsson, skipstjóri dýpkunarskipsins Dísu.  Meira »

Miklar grynningar í Landeyjahöfn

30.1.2015 Ráðamenn í Vestmannaeyjum funduðu í dag um stöðuna í Landeyjahöfn en miklar grynningar eru nú í og við höfnina, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í gær. Bæjarstjórinn segir ekkert við stöðuna koma á óvart. Meira »

Sandurinn aldrei verið meiri

19.1.2015 „Sandurinn hefur aldrei verið eins mikill og núna,“ segir Óttar Jónsson, skipstjóri dýpkunarskipsins Dísu, um ástandið í Landeyjahöfn. Hann segir mjög erfitt að athafna sig á svæðinu. Meira »

Þarf að breyta öllum höfnunum

18.11.2014 Enn er óljóst hvort það er raunhæfur kostur að kaupa notaða gríska ferju til siglinga á milli lands og Eyja, í stað þess að láta smíða nýja sérhannaða ferju fyrir Landeyjahöfn. Meira »

Hægt að sigla mun oftar

18.10.2014 Hönnuðir nýrrar Vestmannaeyjaferju telja að siglingar hennar til Landeyjahafnar falli aðeins niður í tíu heila daga á ári.   Meira »

Fljótsósinn færist til vesturs

28.8.2014 Ós Markarfljóts hefur í sumar færst allt að einn kílómetra frá austri til vesturs. Í vor höfðu bændur undir Vestur-Eyjafjöllum áhyggjur af stöðu mála og töldu hættu á að fljótið myndi brjóta niður land til austurs á víðfeðmum svæðum. Meira »

Auðveldara fyrir Baldur að halda stefnu

26.3.2013 Sigurður Áss Grétarsson, verkfræðingur hjá Siglingastofnun Íslands, segir ljóst að Herjólfur henti ekki til siglinga við þær aðstæður sem eru við Landeyjahöfn. Breiðafjarðarferjan Baldur, sem er aflminna skip en Herjólfur, hafi þrátt fyrir það átt auðveldara með að sigla inn í höfnina en Herjólfur. Meira »

Straumar valda Herjólfi erfiðleikum

24.3.2013 Miklir straumar eru fyrir framan Landeyjahöfn, sem hafa valdið þeim sem stýra Herjólfi erfiðleikum. Skipið hefur oftar en einu sinni snúist í hafnarmynninu. Ekki eru allir sannfærðir um að minna og aflminna skip en Herjólfur, eins og rætt er um að smíða, ráði við þessa strauma. Meira »

Nýr Herjólfur verður aflminna skip

23.3.2013 Niðurstöður vinnuhóps um hönnunarforsendur Vestmannaeyjaferju er að ferja með helmingi minna vélarafl en núverandi Herjólfur henti best til siglinga í Landeyjahöfn. Niðurstaða hermilíkans sem unnið var af FORCE Technology í Danmörku er að ferja sem er 60 metra löng með tvær 1.300 kW vélar henti best Meira »

Myndband er til af því sem gerðist

22.3.2013 Myndskeið er til af því þegar Herjólfur slóst upp í vestari grjótgarð Landeyjahafnar í lok nóvember á síðasta ári. Myndskeiðið verður hluti af skýrslu Rannsóknarnefndar sjóslysa um óhappið, en stefnt er að því að birta skýrsluna í vor eða byrjun sumars. Meira »

20 Laugardalshallir af sandi

21.3.2013 Frá því að rekstur Landeyjahafnar hófst árið 2010 er búið að dæla um 650 þúsund rúmmetrum af sandi úr höfninni. Við gerð hafnarinnar voru fjarlægðir um 400 þúsund rúmmetrar af sandi. Samtals eru þetta yfir milljón rúmmetrar en það jafngildir sandi sem nægir til að fylla 20 Laugardalshallir. Meira »