Rútuslys á Suðurlandsvegi

Eftir að taka skýrslu af 5 farþegum

20.5. Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á rútuslysinu á Suðurlandsvegi í Öræfum 16. maí síðastliðinn miðar vel. Búið er að taka skýrslu af öllum farþegum og ökumanni að undanskildum fimm einstaklingum vegna rannsóknarinnar. Meira »

Fæstir í bílbeltum

18.5. Fæstir farþegar rútunnar sem valt á Suðurlandsvegi á fimmtudag voru í bílbeltum þegar slysið varð. Þetta hefur rannsókn lögreglu leitt í ljós, en tildrög slyssins liggja enn ekki fyrir. Meira »

Þrír farþegar enn á gjörgæslu

18.5. Þrír af farþegunum fjórum sem fluttir voru á Landspítalann í fyrradag vegna rútuslyssins í Öræfum voru enn á gjörgæslu í gær, en sá fjórði var kominn inn á bráðalegudeild. Meira »

Enginn á vakt á um 200 km kafla

17.5. Gunnar Sigurjónsson, bóndi á Litla-Hofi í Öræfum, gagnrýnir að á milli Hafnar í Hornafirði og Kirkjubæjarklausturs sé enginn sjúkramenntaður á vakt til að bregðast við slysum eins og því er varð þegar þegar rúta fór út af á Suðurlandsvegi í gær. Meira »

Þrír ferðamenn enn á gjörgæslu

17.5. Þrír eru enn á gjörgæslu eftir rútuslys sem varð á Suðurlandsvegi, skammt norðan við Fagurhólsmýri, í gær. Sá fjórði er nú á bráðalegudeild, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Landspítalanum. Meira »

Fjórir ferðamannanna lagðir inn á SAk

17.5. Fjórir af þeim tíu ferðamönnum, sem fluttir voru á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir að rút­an fór út af á Suður­lands­vegi í gær, voru lagðir inn á sjúkrahúsið. Hinir sex voru útskrifaðir í gær og aðstoðaði Rauði krossinn við að finna húsnæði fyrir fólkið í nótt. Meira »

Mætti tveimur stórum bílum fyrir slysið

17.5. Rútan, sem fór út af á Suðurlandsvegi í gær þeim afleiðingum að tugir slösuðust, hafði mætti tveimur stórum bílum skömmu áður. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn segir bílstjóra rútunnar hafa greint frá að hann hafi misst aðeins stjórn á bílnum eftir að hafa mætt tveimur stórum bílum. Meira »

Tók 30 mínútur að losa undan rútunni

16.5. Um þrjátíu mínútur tók að losa þá tvo sem voru fastir undir rútunni sem fór út af Suðurlandsvegi fyrr í dag. Auk þeirra fjögurra sem voru fluttir strax á Landspítalann verða þrír minna slasaðir einnig fluttir þangað. Samhæfing og heildarstjórn aðgerða hefur gengið mjög vel í dag. Meira »

Leita að kínverskumælandi aðstoð

16.5. Lögreglan á Norðurlandi eystra óskar eftir upplýsingum um einhvern sem talar bæði kínversku og íslensku eða ensku til þess að aðstoða við samskipti við fólkið sem slasaðist í rútuslysinu á Suðurlandsvegi í dag. Hluti þeirra var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri. Meira »

Bændur björguðu fólki undan rútunni

16.5. Tveir farþega rútunnar sem fór út af Suðurlandsvegi við Hofgarða, skammt norðan við Fagurhólsmýri, lentu undir rútunni þegar hún valt út af veginum. Bændur í nágrenninu komu að með landbúnaðartæki og náðu að lyfta rútunni ofan af fólkinu svo hægt var að ná því undan. Meira »

Slasaðir Kínverjar á þrjú sjúkrahús

16.5. Ferðamennirnir sem voru í rútunni sem fór út af á Suðurlandsvegi og valt við Hofgarða, skammt norðan við Fagurhólsmýri, eru allt kínverskir ferðamenn. Þeim verður dreift á þrjú sjúkrahús landsins til þess að dreifa álagi. Meira »

Fjórir alvarlega slasaðir á Landspítalann

16.5. Landspítali hefur verið settur á gult viðbúnaðarstig vegna rútuslyssins sem varð um klukkan 15 í dag á Suðurlandsvegi, við Hofg­arða, skammt norðan við Fag­ur­hóls­mýri. Staðfest er að 32 farþegar voru um borð, auk öku­manns, en rútan valt út af veginum. Fjórir eru alvarlega slasaðir. Meira »

„Augljóst að þetta er alvarlegt slys“

16.5. Búið er að opna fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri vegna rútuslyssins sem varð á Suðurlandsvegi við Hofgarða, skammt norðan við Fagurhólsmýrar, rétt eftir klukkan 15 dag. Þyrla LHG á að lenda þar á hverri stundu og óskað hefur verið eftir að frekari búnaður verði sendur frá Reykjavík. Meira »

Rútuslys á Suðurlandsvegi

16.5. Rútuslys varð á Suðurlandsvegi við Hofgarða, skammt norðan við Fagurhólsmýri, en tilkynning um slysið barst kl. 15:05. Alls voru 32 farþegar um borð í rútunni, auk ökumanns, en rútan valt út fyrir veg. Meira »