Stefnuræða forsætisráðherra haustið 2017

18 kosningar á 18 árum

16.9. Alls hafa 17 kosningar farið fram hér á landi frá því að þeir kjósendur sem öðlast kosningarétt í ár fæddust, árið 1999. Þar af hafa farið fram sjö Alþingiskosningar og fjórar sveitarstjórnarkosningar. Meira »

Viljað upplýsa allt sem heimilt er

13.9. „Ég vil að gefnu tilefni nefna það að dómsmálaráðuneytið hefur vilja veita allar upplýsingar sem því er heimilt að veita um afgreiðslur þessara mála,“ sagði Sigríður Andersen dómsmálaráðherra og vísaði þar til nýlegs úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál um gögn er varða uppreist æru. Meira »

Sjálfstæðisflokknum veitt of mikil völd

13.9. „Íslenskir stjórnmálaflokkar hafa gefið Sjálfstæðisflokknum allt of mikil völd gegnum tíðina. Í krafti 30 prósent fylgis hefur hann setið í allt of mörgum ríkisstjórnum; þrátt fyrir að 70 prósent þjóðarinnar hugnist hvorki viðhorf hans né stefna,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Meira »

Minecraft gagnver á Kísilhæð norðursins

13.9. Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, fór óhefðbundna leið í ræðu sinni á Alþingi í kvöld þar sem umræður fara fram um stefnuræðu forsætisráðherra. Hún spólaði 30 ár fram í tímann og lýsti framtíðarsýn sinni eins og hún gæti orðið ef stefnumál Pírata næðu fram að ganga. Meira »

Sagt að vera þakklátt fyrir 20 þúsund

13.9. „Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í ræðu sinni á Alþingi í kvöld, þar sem umræður fara fram um stefnuræðu forsætisráðherra. Með því væri í raun verið að svipta fólk réttlætinu. Meira »

„Þetta eru okkar gersemar“

13.9. Þegar Björt Ólafsdóttir tók við hlutverki umhverfis- og auðlindaráðherra setti hún sér tvö markmið, að grípa til aðgerða í loftslagsmálum og að vernda víðáttu ósnortinnar náttúru á miðhálendi Íslands. Þetta kom fram í máli Bjartar í ræðu hennar á Alþingi í kvöld. Meira »

Tekjur skertar hjá þeim sem vilja vinna

13.9. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur vel hægt að hagræða enn frekar í ríkisrekstri, til að mynda með sameiningu stofnanna og frekari ábyrgð ríkissjóðs. Hún segir mikilvægt að lækka áfram skuldir til að draga úr vaxtakostnaði, því það gefi meira svigrúm í velferðarmálum. Meira »

Sér fyrir sér sameiningu sveitarfélaga

13.9. Í ræðu sinni á Alþingi í kvöld velti Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra meðal annars vöngum yfir framtíðinni og viðraði hann meðal annars hugmyndir um sameiningu sveitarfélaga. Meira »

Ríkisstjórnin ekki líkleg til afreka

13.9. „Það er engu líkara en ríkisstjórnin sé á sjálfstýringu. Stefnu- og ráðaleysið er algert og þegar tillögur eða aðgerðir koma fram þá er undir hælinn lagt hvar þær lenda. Stóru málin liggja í láginni hjá ríkisstjórninni.“ Meira »

„Ætlum að sækja fram“

13.9. Bjarni fór víða í ræðu sinni og vék máli sínu meðal annars að heilbrigðismálum, kjaramálum og málefnum aldraðra. Þá boðið Bjarni breytingar á menntakerfinu á komandi árum auk þess sem hann vakti máls á veikleikum á vinnumarkaði, efnahagsmálum og hugsanlegum sóknarfærum til framtíðar. Meira »