Vantraust á formann Blindrafélagsins

Tekist á um vélabrögð í Hæstarétti

13.6. Tekist var á um merkingu orðanna „véla“ og „fasteignabrask“ í Hæstarétti í morgun þegar tekið var fyrir mál Bergvins Oddssonar, fyrrverandi formanns Blindrafélagsins, gegn fyrrverandi stjórnarmönnum félagsins. Meira »

Dæmd til að greiða Bergvini 900.000

3.7.2017 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ummæli fyrrum stjórnar og varastjórnar Blindrafélagsins sem birtust í vantraustsyfirlýsingu á hendur fyrrum formanni félagsins, Bergvini Oddssyni, dauð og ómerk. Þá hafa fyrrum stjórnarmenn verið dæmdir til að greiða Bergvini 900 þúsund krónur í miskabætur. Meira »

Bergvin náði ekki kjöri

20.3.2016 Sigþór U. Hallfreðsson var kjörinn formaður Blindrafélagsins á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær. Fjórir voru í framboði en alls voru greidd 197 atkvæði. Meira »

Eins og fíll í glervöruverslun

1.3.2016 Skýrsla sannleiksnefndar Blindrafélagsins er ekki hvítþvottur fyrir Bergvin Oddsson, fyrrverandi formann félagsins, sem hef­ur verið kærður til lög­reglu fyr­ir auðgun­ar­brot og misneyt­ingu gegn ung­um fé­lags­manni, Patreki Andrési Axelssyni. Meira »

Kærður fyrir fjárdrátt og misneytingu

22.2.2016 Bergvin Oddsson, formaður Blindrafélagsins, hefur verið kærður til lögreglu fyrir auðgunarbrot og misneytingu gegn ungum félagsmanni í Blindrafélaginu. Bergvin segist gruna að kæran snúist um að klekkja á honum og knésetja hann fyrir formannskosningar í mars. Meira »

Bergvin býður sig fram á ný

9.2.2016 Bergvin Oddsson fyrrverandi formaður Blindrafélagsins segir í samtali við mbl.is að hann muni bjóða sig fram til embættis formanns félagsins á aðalfundi sem haldinn verður í mars. Síðast var hann kjörinn með eins atkvæðis mun eða með 66 atkvæðum gegn 65. Meira »

Hafi farið offari gagnvart Bergvini

9.2.2016 Stjórn Blindrafélagsins fór offari með framgöngu sinni gagnvart Bergvini Oddssyni fyrrverandi formanni félagsins. Þá er Bergvin sagður hafa sýnt af sér dómgreindarleysi í formannstíð sinni. Þetta er niðurstaða sannleiksnefndar sem félagið setti á laggirnar en skýrsla hennar kom út í dag. Meira »

Bergvin býður sig fram

17.11.2015 Bergvin Oddsson gefur kost á sér sem formaður Blindrafélagsins, að því er segir í fréttatilkynningu frá honum. Vantrausti var lýst yfir á hendur honum af stjórn félagsins í september. Meira »

Bergvin í leyfi frá hverfisráði

25.9.2015 Bergvin Oddsson hefur tímabundið látið af störfum fyrir hverfisráð Grafarvogs, en beiðni hans þar af lútandi var samþykkt á fundir borgarráðs í gær. Bergvin er formaður Blindrafélagsins, en á miðvikudaginn var greint frá því að stjórn félagsins hefði samþykkt van­trausts­yf­ir­lýs­ingu gegn honum. Meira »

Vísar ásökununum á bug

23.9.2015 Bergvin Oddsson, formaður Blindrafélagsins, hafnar alfarið þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar af stjórn félagsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Bergvin birti á Facebook-síðu sinni rétt í þessu. Hann ítrekar að hann sé enn formaður félagsins. Meira »

Vantraust á formann Blindrafélagsins

23.9.2015 Stjórn Blindrafélagsins samþykkti vantraustsyfirlýsingu á hendur formanni félagsins, Bergvini Oddssyni, á fundi sínum í gær. Meira »