Járnmenn í Bandaríkjaher

Atriði úr þriðju kvikmyndinni um Járnmanninn.
Atriði úr þriðju kvikmyndinni um Járnmanninn.

Bandaríkjaher vinnur nú að þróun sérstaks brynklæðnaðar fyrir hermenn, en búnaðurinn þykir byltingarkenndur og veitir hermönnum ofurmannlegan styrk.

Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins. Þar segir, að herinn hafi beðið tæknifyrirtæki, rannsóknarstofur bandaríska ríkisins og fræðimenn til að aðstoða vð þróun búningsins, sem er sagður minna á brynklæðnað Járnmannsins (e. Iron Man). 

Herinn hefur þegar prófað klæðnað, svokallaða ytri stoðgrind (e. exoskeletons), sem gerir hermönnum kleift að bera mjög þungar byrðar. 

Nýi klæðnaðurinn kallast Tactical Assault Light Operator Suit, eða Talos. Hann er með ytri stoðgrind en verður einnig útbúinn snjallefni með skynjurum eða nemum. Þeir geta m.a. skynjað líkamshita, hjartslátt og vökvatap hermannsins.

Hermennirnir verða nettengdir og klæðast tölvubúnaði, eitthvað sem svipar til gleraugna Google að sögn Bandaríkjahers. 

Ytri stoðgrindin, sem setja má á fætur og hendur hermanna, verður að öllum líkindum útbúin vökvadælum sem myndi veita hermanninum gríðarmikinn styrk.

Nánar um klæðnaðinn á vef Bandaríkjahers

Á myndinni, sem er fengin af vef Bandaríkjahers, má sjá …
Á myndinni, sem er fengin af vef Bandaríkjahers, má sjá brynklæðnaðinn, en hann er kannski ekki eins dramatískur í útliti og ofurhetjubúningur Járnmannsins.
mbl.is

Bloggað um fréttina