Áhyggjur þrátt fyrir stækkandi íshellu

Fjórtándi ársfundur International Ice Charting Working Group fór fram um helgina, en fundurinn var haldinn á vegum Háskóla Íslands og Veðurstofunnar. 

Í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér segja þau meðal annars að þó svo að íshellan á Norðurskautinu hafi stækkað nokkuð frá því þegar hún var hvað minnst, þá sé það ekki ástæða til að ætla að takist hafi að stöðva minnkun hennar eða snúa henni við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert