Apple kynnir iPhone 6s og iPhone 6s Plus

iPhone 6s og iPhone 6s Plus.
iPhone 6s og iPhone 6s Plus.

Apple kynnti í dag nýjustu útgáfu sína af iPhone, iPhone 6s og iPhone 6s Plus. Í kynningunni sagði Tim Cook að iPhone 6 hafi verið vinsælasti iPhone hingað til, og sló því föstu að síminn væri sá vinsælasti í heimi. Þannig hafi sala á iPhone aukist um 35% á heimsvísu á meðan sala á símum jókst um 10%. Sala á iPhone 6 jókst að sama skapi um 75% í Kína á meðan síma á snjallsímum í landinu dróst í heild saman um 4%.

Síminn er fáanlegur í fleiri litum en áður. Auk þess er skjárinn búinn þrýstinema, þannig að hægt er að snerta skjáinn með mismiklu afli til að virkja nýja valmöguleika í símanum. Þennan möguleika verður til dæmis hægt að forskoða skilaboð í pósthólfinu og margt fleira.

Þá tóku glöggir áhorfendur eftir því að Ísland lék hlutverk í kynningunni, því myndir af landinu voru notaðar sem skreytimyndir í kynningunni.

Apple kynnti einnig nýja útgáfu af iPad, iPad Pro, stærri og öflugri útgáfu af iPad, og iPad Pencil sem nýtist með iPad Pro.

Nýi iPhone verður auk þess búinn enn betri 12 iSight megapixla myndavél, en iPhone 6 er með 8 megapixla myndavél.

Bein útsending frá kynningu Apple.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert