Sagan um sæhestinn og eyrnapinnann

Sæhesturinn greip um eyrnapinna og lét sig fljóta frá ströndinni.
Sæhesturinn greip um eyrnapinna og lét sig fljóta frá ströndinni. Ljósmynd/Justin Hofman

Sá sem tók ljósmynd af sæhesti að halda utan um eyrnapinna í sjónum undan ströndum Indónesíu vildi óska þess að hún væri ekki til. Myndina tók hann síðla árs í fyrra og hefur hún vakið gríðarlega athygli á þeirri ógn sem steðjar að lífríki sjávar vegna lífsstíls mannsins á jörðinni.

Ljósmyndarinn heitir Justin Hofman. Hann er 33 ára og búsettur í Kaliforníu. Hann var að mynda undan ströndum indónesísku eyjunnar Sumbawa er félagi hans benti honum á hinn örsmáa sæhest í sjónum. Dýrið var svo lítið að minnstu mátti muna að Hofman kæmi ekki auga á það.

„Vindurinn jókst og sæhestinn fór að reka í vatninu,“ segir Hofman í samtali við Washington Post um tilurð myndarinnar. „Í fyrstu greip hann í sjávargróður.“

Hofman hóf að mynda. „En svo fór meira og meira rusl að flæða að.“ Sæhesturinn missti takið á gróðrinum og greip þá í bút úr plastpoka. Er hann missti takið á honum greip hann um það næsta sem flaut hjá. Sem var eyrnapinni.

Hofman segist óska þess heitast að þessa mynd væri ekki til. Staðreyndin er hins vegar sú að hún er til og því finnst Hofman sér bera skylda til að hún komi fyrir augu sem flestra. Hann sendi hanna m.a. inn í keppni um náttúrulífsmynd ársins sem Náttúrufræðisafnið í London stendur fyrir. Þar er hún komin í úrslit.

„Ég vil að allir sjái hana. Ég vil að allir sýni viðbrögð við henni.“

Hofman er reyndur náttúrulífsljósmyndari og var við töku í Indónesíu í desember í fyrra. Hann var að ganga frá myndavélunum er litli sæhesturinn vakti athygli hans. Hann segir að blóðið hafi soðið í æðum sér er hann myndaði ferðalag dýrsins. 

Skólp var í sjónum þar sem sæhesturinn var. Hofman sagðist hafa fundið lyktina og bragðið af því. Sæhesturinn hafi, eins og slík dýr gera, verið að reyna að finna sér eitthvað í sjónum til að láta sig reka burt. 

„Þarna var þessi ofurlitla vera sem var svo sæt og það var eins og okkur væri kippt aftur inn í raunveruleikann og við sáum að þetta er það sem gerist í lífi sæhesta daginn út og inn,“ sagði Hofman við Washington Post.

Hofman birti myndina á Instagram nýverið og skrifaði þar að hann vildi óska að myndin væri ekki til. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Myndin hefur haft mikil áhrif á þá sem hafa séð hana. „Það sem átti að vera gott tækifæri til að mynda sætan, lítinn sæhest breyttist í pirring og depurð er straumurinn fór að bera með sér fullt af rusli og skólpi.“

Hann spyr: „Þessi mynd er táknræn fyrir ástandið nú og til framtíðar í sjónum okkar. Hvers konar framtíð erum við að skapa? Hvernig geta þínar gjörðir mótað framtíð plánetunnar okkar?“

mbl.is
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Eldtraustur peningaskápur til sölu.
Penigaskápur með nýum talnalás, tegund VICTOR . breidd,58cm,,hæð,99cm,,dýpt,6...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Uppboð á skipi
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Félagsstarf eldri borgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...