Rúntuðu um Hörpu í sjálfstýrðu ökutæki

Bifreiðinni var ekið stutta leið í kringum Hörpu.
Bifreiðinni var ekið stutta leið í kringum Hörpu. Ljósmynd/Aðsend

Fyrsta sjálfstýrða bifreiðin á Íslandi, n.t.t. af fjórða stigi sjálfkeyrandi bíla, var til sýnis og reynslu á ráðstefnunni Snjallborgin Reykjavík, sem fram fer í Hörpu í dag. Bifreiðinni var ekið stutta leið í kringum Hörpu. Farþegar í fyrsta akstri bifreiðarinnar voru m.a. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherrra og Dagur Eggertsson borgarstjóri.

Fram kemur í tilkynningu, að bifreiðin sé rafknúin og komist allt að 100 kílómetra á hverri hleðslu og er hámarkshraði ríflega 40 km á klukkustund.

„Eins og nafnið gefur til kynna er enginn undir stýri, þar sem ekkert er stýrið, en bifreiðin er forrituð fyrir ákveðna leið og skynja leysigeislar umhverfi bílsins. Bifreiðin er frá danska fyrirtækinu Autonomous Mobility og kemur hingað til lands á vegum bifreiðaumboðsins Heklu, en danska fyrirtækið Semler Group á eignarhlut í báðum fyrirtækjum,“ segir í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert