Segir karla hæfari en konur

Frá rannsóknarstofu CERN í nágrenni Genf í Sviss.
Frá rannsóknarstofu CERN í nágrenni Genf í Sviss. AFP

Fyrirlestur ítalska vísindamannsins Alessandro Strumia, þar sem hann fjallaði um stöðu kvenna í eðlisfræði, vakti mikla athygli og þóttu ummæli hans um konur ekki við hæfi.

„Karlar fundu upp eðslisfræði, þeim var ekki boðið að gera það,“ sagði Strumia á fyrirlestri sem evrópskra kjarnorkurannsóknastofnunin CERN hélt í Genf í Sviss nýverið.

Strumia stendur við ummæli sín og segist eingöngu hafa lagt fram staðreyndir. Í yfirlýsingu frá CERN kemur fram að fyrirlestur Strumia hafi verið „gríðarlega móðgandi“.

Fjöldi kvenna hlýddi á fyrirlestur Sturmia en hann sagði enga karlrembu í eðlisfræðinni. Hann hélt því fram að konur væru frekar ráðnar til starfa en karlar, þrátt fyrir að þær væru ekki jafnhæfar og karlarnir.

Einnig setti hann fram gögn sem áttu að sýna fram á að jafnoft væri vitnað í rannsóknir karla og kvenna í byrjun á þeirra rannsóknarferli en karlar stæðu sig betur þegar liði á ferilinn.

„Oxford-háskóli hefur framlengt prófatíma en konur græða á því. Ítalía býður konum sem vilja mennta sig í rannsóknarstörfum ódýrari háskólamenntun,“ sagði Sturmia og bætti við að þetta væri lýsandi fyrir mismunum sem karlkyns rannsakendur verði fyrir.

Enn fremur sagði Sturmia að kona hefði verið ráðin í starf á hans kostnað, þrátt fyrir að hann væri hæfari til starfsins.

„Ég skil ekki hvers vegna CERN bauð honum að halda fyrirlestur fyrir fullum sal af ungu fólki sem er að hefja rannsóknarferilinn sinn þegar stofnunin veit hvaða skoðanir Sturmia hefur,“ sagði prófessorinn Jessica Wade.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert