Ultima Thule lítur út eins og snjókarl

Ultima Thule er einungis um 33 kílómetrar að lengd samkvæmt …
Ultima Thule er einungis um 33 kílómetrar að lengd samkvæmt gögnum frá New Horizons-geimfarinu. Mynd/NASA

Fyrstu myndir af fyrirbærinu Ultima Thule, fjarlægasta útstirni sólkerfisins, hafa borist til jarðar frá mannlausa geimfarinu New Horizons og verður að segjast að lögun útstirnisins minnir eilítið á snjókarl úr fjarska.

Fyrstu myndirnar sem birtust í dag voru óskýrar en gáfu þó til kynna að fyrirbærið væri í laginu eins og keila. Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur sagði við mbl.is fyrr í dag að það mætti mögulega rekja til þess að tvö fyrirbæri hefðu rekist saman og sé rýnt í skýrari mynd sem barst frá NASA undir kvöld sést að Ultima Thule virðist samanstanda af tveimur hnöttóttum fyrirbærum.

Í frétt á vef BBC kemur fram að vísindamannateymið sem stendur að baki New Horizons-leiðangrinum hafi ákveðið að kalla stærri hlutann Ultima og minni hlutann Thule, en Ultima er um þrefalt stærri en Thule. Haft er eftir vísindamanninum Jeff Moore að hann telji að fyrirbærin tvö hafi sennilega rekist saman á gríðarlega litlum hraða, eða eftir til vill 2-3 km hraða á klukkustund fyrir um 4,6 milljörðum ára og hangið saman alla tíð síðan.

Ultima Thule er dökkbrúnt á litinn.
Ultima Thule er dökkbrúnt á litinn. Mynd/NASA

„Ef þú myndir lenda í árekstri við annan bíl á þessum hraða myndir þú jafnvel ekki nenna að fylla út tjónaskýrsluna,“ sagði Moore.

Vísindamennirnir náðu að greina það hvernig Ultima Thule er á litinn og í ljós kom að fyrirbærið er rauðbrúnt.

Talið er að Ultima og Thule hafi lent saman á …
Talið er að Ultima og Thule hafi lent saman á um 2-3 kílómetra hraða á klukkustund fyrir um 4,6 milljörðum ára. Mynd/NASA

Ultima Thule var í um 6,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðu er New Horizons flaug þar hjá í gærdag og er ysta fyrirbærið sem er á sporbaug um sólu, um 1,5 milljarða kílómetra utar en Plútó.

Frétt BBC um málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert