Fyrirvari á Facebook hefur takmarkað gildi

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrirvari í formi yfirlýsingar, sem fjölmargir Íslendingar hafa deilt á samfélagsmiðlinum Facebook, hefur takmarkað ef eitthvert gildi að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Í umræddri yfirlýsingu segir að Facebook sé óheimilt að nota myndir viðkomandi, upplýsingar, skilaboð og innlegg sem deilt hefur verið á miðlinum.

Fyrirvarinn virðist illa þýddur úr ensku með forritinu Google Translate, en þar kemur fram að Facebook muni „á morgun“ greina opinberlega frá öllu því sem notendur miðilsins hafi nokkurn tímann látið frá sér. Birti notendur ekki yfirlýsingu með fyrirvara sem þessum muni Facebook líta svo á að viðkomandi hafi heimilað notkun mynda, skilaboða og færslna þeirra.

„Upplýsingar fólks eru söluvara“

Erlendir fjölmiðlar hafa hrakið fullyrðingar um þessi meintu áform Facebook og þar að auki hefur komið fram að fyrirvarar sem þessir hafi ekkert lagalegt gildi. Allir notendur Facebook hafi þegar þeir hófu að nota miðilinn undirgengist skilmála fyrirtækisins um að það hefði leyfi til að nota hugverk notenda sem þeir setja á miðilinn, jafnvel þótt notendurnir ættu höfundarrétt að efninu. 

„Við höfum bent á að því efni sem fólk deilir á samfélagsmiðlum er það að deila með því fyrirtæki sem um ræðir. Síðan hefur frá upphafi komið fram í smáa letrinu hjá Facebook að fyrirtækið eigi einhvers konar viðskiptafélaga. Fólk hefur greint á um það hve miklum upplýsingum Facebook deilir með slíkum aðilum, en það er kristaltært að upplýsingum er deilt með öðrum,“ segir Helga og nefnir að málið er varðaði breska gagnafyrirtækið Cambridge Analytica sé þekktast og stærst mála af þessum toga. „Upplýsingar fólks eru söluvara og það er rekstrargrundvöllur samfélagsmiðlanna,“ segir hún.

„Fljótt á litið hefur þessi einstaklingsbundni fyrirvari, löngu eftir að fólk byrjar að nota þennan miðil, takmörkuð ef einhver áhrif,“ segir Helga, spurð hvaða gildi fyrirvarinn hafi. Hún bendir á að haldreipið í svona málum sé ný persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins sem tók gildi á síðasta ári. Nær hún nú til fyrirtækja sem þjónusta íbúa svæðisins, óháð því hvort fyrirtækin sem um ræði séu staðsett innan þess eða utan.

„Telji fólk að Facebook brjóti á réttindum [þess] er unnt að leita til Persónuverndar með þau álitaefni,“ segir Helga að lokum.

Fyrirvarinn sem fólk hefur deilt á Facebook í heild sinni:

„Betra að vera öruggur en hryggur. Lögfræðingur ráðleggur okkur að birta þetta. Gott nóg fyrir mig. Brot gegn einkalífinu getur verið refsað með lögum. ATH: Facebook er nú opinber stofnun. Allir meðlimir verða að birta slíka athugasemd. Ef þú sendir ekki yfirlýsingu að minnsta kosti einu sinni er gert ráð fyrir því að þú leyfir notkun mynda og upplýsinga í uppfærslu á próflinn þinn. Ég lýsi því hér með að ég gefi ekki leyfi.

Afritað og sendu aftur.

Skipun á morgun !!! Allt sem þú hefur einhvern tíma skrifað verður opinberlega frá á morgun. Jafnvel eytt skilaboð eða myndir eru ekki leyfðar.

Einföld afrit og líma kostar ekkert, betra en öruggur.

Channel 13 News talaði um að breyta persónuverndarstefnu Facebook.

Ég gef ekki Facebook eða einhverjum sem tengist Facebook leyfi til að nota myndirnar mínar, upplýsingar, skilaboð eða innlegg, bæði í fortíðinni og í framtíðinni. Með þessari yfirlýsingu gef ég Facebook skilaboð. Það er stranglega bannað að birta, afrita, dreifa eða á annan hátt grípa til aðgerða gegn mér miðað við þetta snið og / eða innihald hennar. Innihald þessa sniðs er trúnaðarmál og trúnaðarmál. Brot gegn einkalífinu getur verið refsað með lögum (UCC 1-308-1 308-103 og Rom Statute).

ATH: Facebook er nú opinber stofnun. Allir meðlimir verða að birta slíka athugasemd.

Ef þú vilt geturðu afritað og límt þessa útgáfu.

Ef þú sendir ekki yfirlýsingu að minnsta kosti einu sinni, mun það tæknilega leyfa notkun á myndunum þínum sem og upplýsingum í uppfærslu prófíslkrárinnar.

Ekki deila. Afritað og líma úr eigin síðu“

mbl.is