Tvítugur hakkari í haldi

Twitter-aðgangurinn @_0rbit.
Twitter-aðgangurinn @_0rbit. AFP

Tvítugur maður er í haldi þýsku lögreglunnar grunaður um að hafa stolið einkagögnum hundraða stjórnmálamanna, þar á meðal Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og birt á netinu.

Saksóknaraembættið í Frankfurt, miðlæg deild net- og tölvuglæpa og alríkislögreglan (FKA) tóku þátt í rannsókninni og leituðu á heimili mannsins á sunnudag. Boðað hefur verið til blaðamannafundar síðar í dag vegna málsins. 

Meðal upplýsinga sem lekið var á netið voru heimilisföng, farsímanúmer, bréf, reikningar og afrit af persónuskilríkjum. Upplýsingarnar voru fyrst birtar í desember á Twitter en fóru ekki víða fyrr í síðustu viku. Bæði þingmenn í neðri deild þýska þingsins, Evrópuþingmenn sem og sveitarstjórnarmenn urðu fyrir árásinni, alls um eitt þúsund stjórnmálamenn. Eini flokkurinn sem varð ekki fyrir árás er þjóðernisflokkurinn AfD. 

AFP

Ekkert bendir til þess að viðkvæmar upplýsingar hafi komist í dreifingu að sögn rannsakenda. Málið þykir aftur á móti afar vandræðalegt fyrir stjórnmálamenn og síst til þess að auka vinsældir Horst Seehofer innanríkisráðherra sem naut lítils fylgis fyrir. 

Auk stjórnmálamanna voru birtar einkaupplýsingar um blaðamenn og marga þekkta einstaklinga. Svo sem skilaboð til þeirra frá mökum og börnum. 

Í síðasta mánuði birti @_0rbit gögn á hverjum degi á Twitter ásamt jóladagatali þar sem tenging var á nýjar upplýsingar á bak við luktar dyr.

mbl.is
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Uppsetning Innréttinga.
Láttu fagmann vinna verkið. Reynsla í í Ikea framleiðslu. Frá sökkli upp í mæn...
Heimili í borginni ...Eyjasol ehf.
3ja herb. íbúðir í austurborginni. Gisting fyrir 4-6. Lausir dagar. Góð gisting ...