Skilur ákall um hærri skatta á Facebook

Mark Zuckerberg brá sér úr einkennisklæðnaðnum í dag, en hann …
Mark Zuckerberg brá sér úr einkennisklæðnaðnum í dag, en hann sækir nú Öryggisráðstefnuna í Munchen. AFP

Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, segist samþykkja það að tæknirisar neyðist til að borga hærri skatt í Evrópu í framtíðinni. Hann skilur „pirring“ fólks vegna málsins. Þá sagðist forstjórinn styðja hugmyndir hugveitu OECD um alþjóðlega lausn á vandanum.

Fésbók og önnur tæknifyrirtæki hafa verið sökuð um að greiða ekki sanngjarnan hlut tekna sinna í ríkjum sem þau starfa í. Auðvelt er fyrir fyrirtæki með starfsemi á netinu að koma höfuðstöðvum fyrir í lágskattaríkjum þrátt fyrir að tekjur þeirra verði til vegna notenda í öðrum ríkjum. Af þessum sökum hafa ýmsir stjórnmálamenn kallað eftir sérstökum netskatti sem legðist á stór fyrirtæki með starfsemi aðallega á netinu. 

Frakkar riðu á vaðið og samþykktu innleiðingu slíks skatts í fyrra, en hann nemur 3% af allri sölu á þjónustu í Frakklandi og leggst eingöngu á fyrirtæki á sta­f­ræn­um markaði með árs­tekj­ur upp á að lág­marki 750 millj­ón­ir evra (106 millj­arða króna), þar af 25 millj­ón­ir evra (3,5 millj­arða króna) af viðskipt­um í Frakklandi. 

Frakk­ar höfðu lengi kallað eft­ir sam­evr­ópsk­um skatti á starf­sem­ina, en ekki hef­ur náðst samstaða inn­an ESB um slíkt vegna and­stöðu nokk­urra ríkja, Svíþjóðar, Finn­lands, Írlands og Tékk­lands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert