Hundruð létust vegna rangra upplýsinga

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur sagt að upplýsingaóreiðan sem fylgdi kórónuveirunni hafi breiðst …
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur sagt að upplýsingaóreiðan sem fylgdi kórónuveirunni hafi breiðst hafn hratt út og faraldurinn. AFP

Að minnsta kosti 800 létust vegna rangra upplýsinga í tengslum við kórónuveiruna á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Samkvæmt rannsókn sem birt hefur verið í American Journal of Tropical Medicine and Hygiene voru um 5.800 lögð inn á sjúkrahús víða um heim vegna upplýsinga sem gengu manna á milli á samfélagsmiðlum.

Fjöldi fólks lést vegna drykkju á metanóli eða hreinsiefnum með alkóhóli, sem það taldi geta læknað það af kórónuveirunni.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur sagt að upplýsingaóreiðan sem fylgdi kórónuveirunni hafi breiðst hafn hratt út og faraldurinn sjálfur, þar sem samsæriskenningar, orðrómar og menningarskömm hafi leitt til fjölda dauðsfalla.

Frétt BBC

mbl.is