Nafnabreyting Facebook veldur fjaðrafoki í Ísrael

Nafnabreyting samskiptarisans Facebook yfir í Meta hefur valdið töluverðu fjaðrafoki í Ísrael, þar sem það hljómar eins og “dauð” á hebresku.

Nýja nafnið, Meta, er semsagt borið eins fram og kvenkyns formið af lýsingarorðinu dauður: „dauð“.

Hefur þetta vakið töluverða kátínu á Twitter þar sem grínarar hafa óspart nýtt nafnabreytinguna sem efnivið í sniðug tíst. Myllumerkið #FacebookDead hefur til dæmis komist í umferð. Viðbragðsaðilar hjá hjálparsamtökunum Zaka hafa tekið þátt í gríninu og tístu: „Engar áhyggjur, við sjáum um þetta.“ Eru þeir þar væntanlega að vísa til ótímabærrar andlátstilkynningar Facebook.

Facebook er þó ekki eina fyrirtækið þar sem þýðing á vörumerkinu hefur vísað til eða einhvers annars en það upphaflega átti að gera.

Rolls-Royce breytti til dæmis nafninu á Silver Mist bíl sínum eftir að fyrirtækið áttaði sig á að Mist þýðir úrgangur á þýsku.

Svo þegar KFC gerði innreið sína í Kína á níunda áratugnum heppnaðist þýðing á slagorðinu „finger lickin’ good“ ekki betur en svo að í það varð: „borðaðu af þér fingurna“ á Mandarín. Það kom hins vegar ekki að sök því KFC er stærsta skyndibitakeðjan í Kína. 

Face­book seg­ir þá hið nýja nafn gefa skýr­ari mynd af því sem fyr­ir­tækið mun fást við en á meðal þess verður inn­koma á ný svið á borð við sýnd­ar­veru­leika.

Grínarar á Twitter hafa notað nýja nafnið óspart sem efnivið …
Grínarar á Twitter hafa notað nýja nafnið óspart sem efnivið í hnyttnar færslur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert