Syndsamleg sítrónukaka

mbl.is/Olive and Artisan

Það er fátt betra á bragðið en sítrónukaka og þegar við rákumst á þessa uppskrift var ekki annað hægt en að súpa hveljur af hrifningu og prófa. Kakan er sérlega stórkostleg fyrir þær sakir að hún er hvít og bragðast eins og sítróna. En svona grínlaust þá eru kökur sem þessar virkilega fallegar á veisluborðið og eru mun einfaldari en margur heldur.

Galdurinn er að hjúpa tvisvar með smjörkreminu en ef þið viljið fá ítarlegar útskýringar gerir Berglind Hreiðars það einstaklega vel hér:

Kökuna fundum við á uppskriftasíðu sem heitir Olive and Artisan en það er matarbloggarinn Karlee Flores sem heldur úti þeirri síðu sem er afar falleg.

Syndsamleg sítrónukaka

Kaka:

 • 1 bolli smjör
 • 2 bollar sykur
 • 2 tsk. vanilla
 • rifinn börkur af einni stórri sítrónu
 • 6 eggjahvítur
 • 3 bollar hveiti
 • 1/2 tsk. salt
 • 1 msk. lyftiduft
 • 1 bolli mjólk

Smjörglassúr (e. curd):

 • safi úr 1 stórri sítrónu
 • safi úr 1/2 greipaldin
 • safi úr 1 blóðappelsínu
 • 1 1/2 bolli sykur
 • 3 egg
 • 115 gr. smjör

Smjörkrem:

 • 2 bollar smjör
 • 2 tsk. vanilla
 • 900 gr. flórsykur
 • 2-4 msk. rjómi

Hvíta súkkulaði ganache-ið

 • 1/3 bolli rjómi
 • 1 msk. hvítur matarlitur
 • 1 bolli hvítt hjúpsúkkulaði

Skreytingar:

 • fersk blóm
 • hvítt kökuskraut
 • 24K gull-laufblauð til skreytinga 

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 180 gráður og smyrjið þrjú 20 sm form. Smjörið skal vera við stofuhita. Þeytið það saman við sykur þar til loftmikið og ægilega fínt. Bætið þá við vanillu og sítrónuberki. Síðan skal bæta við eggjahvítunum og hræra þar til fullblandað.
 2. Í aðra skál skal sigta hveiti, salt og lyftiduft. Blandið saman við smjörblönduna. Hrærið rólega saman. Deilið deiginu jafnt í kökuformin þrjú. Bakið í 30-35 mínútur.
 3. Smjörglassúrinn: Þeytið sítrus-safana saman við eggin og sykurinn þar til vel blandað. Setjið í pott og hitið þar til sykurinn er uppleystur. Skerið smjörið í litla bita og bætið saman við blönduna. Pískið smjörið saman við og látið malla í pottinum þar til blandan er farin að þykkna. Lækkið hitann ef suða kemur upp. Þegar blandan er orðin nægilega þykk skal setja hana í skál og setja plastfilmu yfir. Kælið í tvær klukkustundir.
 4. Smjörkremið: Þeytið smjörið og vanilluna saman. Bætið flórsykrinum rólega saman við. Haldið áfram að hræra þar til blandan er orðin silkimjúk og slétt. Bætið því næst einni matskeið af rjóma við, því næst annarri þar til kemið hefur öðlast þá áferð sem þú vilt. Látið hrærivélina hræra í góða stund.
 5. Ganache-ið: Bræðið hvíta súkkulaðið eftir kúnstarinnar reglum saman við rjómann og matarlitinn. Markmiðið hér er að blandan ætti að vera það þunn/þykk að hún rennur rólega niður hliðarnar á kökunni og nær að storkna á leiðinni. Ef blandan er of þunn lekur hún alla leið niður á kökudiskinn en ef hún er of þykk lekur hún bara ekki neitt.
 6. Setjið kökuna saman með því að setja smjörglassúrinn á milli laga. Hjúpið kökuna með smjörkremi en gerið það í tvennu lagi. Fyrst til að loka henni en eftir það er gott að stinga henni í kæli í smá stund til að kremið harðni. Því næst skal hjúpa hana aftur með smjörkremi en kakan verður áferðarfallegri sé þetta gert í tvennu lagi eins og hér er lýst.
 7. Þegar kakan er tilbúin skal láta ganache-ið leka niður hliðarnar og að lokum skal skreyta eftir kúnstarinnar reglum.
mbl.is/Olive and Artisan
mbl.is/Olive and Artisan
mbl.is/Olive and Artisan
mbl.is