Eldhúsbreytingarnar kostuðu ekki krónu

Mottan gerir líka mikið og útkoman er hlýlegt og persónulegt …
Mottan gerir líka mikið og útkoman er hlýlegt og persónulegt eldhús. mbl.is/Sara Toufali – Black and Bloom

Stundum þarf ekki að kosta miklu til þegar óspennandi eldhús er annars vegar. Hvernig má það vera? kunna margir að spyrja og hér er svarið.

Sara Toufali sem heldur úti hinni vinsælu bloggsíðu Black and blooms tók eldhúsið í leiguíbúðinni sinni í gegn með frábærum hætti. Það eina sem hún gerði við innréttinguna sjálfa var að fjarlægja skápahurðir á efri skápunum. Við það opnaðist eldhúsið, sem er fremur lítið, umtalsvert og síðan raðaði hún fallega í skápana.

Eldhúsið er skemmtilega kaótískt og litir fá sín notið. Það er ekki annað hægt að segja en að umbreytingin hafi heppnast vel og áhugasamir geta fylgt ráði Toufali og raðað á svipaðan hátt. Útkoman er hlýlegt og líflegt eldhús þar sem ekki örlar á naumhyggju þótt að henni væri leitað.

Heimild: Black and Blooms.

Takið eftir hvað Toufali setur framan á barinn. Þetta er …
Takið eftir hvað Toufali setur framan á barinn. Þetta er efni sem hún átti sem gjörbreytir eldhúsinu. mbl.is/Sara Toufali – Black and Bloom
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert