Vikumatseðill Jóns Arnars

Jón Arnar hjá Einn, tveir og elda ásamt Ragnari Freyr …
Jón Arnar hjá Einn, tveir og elda ásamt Ragnari Freyr Ingvarssyni. mbl.is/

Gourmet grallarinn Jón Arnar deilir hér með lesendum Matarvefsins alveg hreint útpældum og stórsnjöllum vikumatseðli.

„Matur er og hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi og ég elska allt kringum hann hvort sem það er að setja saman matseðla, undirbúa, elda, bera fram og borða. Það er svo mikil stemming í kringum matinn og að vera með eða fara á veitingahús er eins og flott leiksýning og þegar allt gengur upp er það ein besta tilfinning í heimi,“ segir Jón Arnar.  

„Það er viðburðarík og frábær vika að baki, þar sem mikið gekk á í vinnunni og svo kom Hvítasunnuhelgin líklega með versta veðri sem ég man eftir um Hvítasunnuhelgi. Þá notar maður tímann til að gleyma sér í eldhúsinu og glugga í Jamie oliver.“ 

„Þessa dagana er ég  fletta bókinni 5 ingredients eftir Jamie Oliver. Snilldar hugmyndir þar að einföldum réttum með fáum hráefnum sem gaman er að elda eftir og hefur hjápað mér mikið til við að gera nýjar uppskriftir fyrir Einn, tveir og elda. Síðan fékk ég æði fyrir því að hlusta á Will Smith á YouTube hann er alveg magnaður fyrirlesari og er með alveg frábærar sögur sem láta mann sjá ljósið öllu sem maður tekur sér fyrir hendur. Hann sér alltaf það jákvæða í öllum aðstæðum sama hversu erfiðar þær eru. Það er ótrúlega uppbyggjandi að hlusta á þennan snilling og hann er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. 

„Síðan er framundan skemmtilegt sumar þar sem fótboltaferðir og meiri fótbolti skipa stóran sess í mínu lífi þar sem ég er með tvo stráka, 10 og 12 ára sem eru alveg á kafi í boltanum. Þegar kemur smá fótboltafrí ætlum við að stinga aðeins af í sólina,“ segir Jón Arnar að lokum en vikuseðillinn hans er ákaflega ítalskur og spennandi. 

Þriðjudagur

Alltaf að hafa nóg af fiski í hverri viku. Þessi uppskrift er einföld og hrikalega góð. 

Miðvikudagur

Fyrir þá sem hafa mikinn áhuga á matargerð þá er alltaf gaman að elda risotto.  

Fimmtudagur 

Þessi fiskipanna er einföld og alveg hrikalega bragóð.  

Föstudagur

Það eru pizza dagar hjá okkur heima og þessi er klassík og góð 

Laugardagur

Ég hugsa um Arnar Gauta vin minn þegar kemur að lambaskönkum en það er einn af mínum uppáhalds réttum. 

Sunnudagur 

Þetta er ekta Sunday roast sem ég elska og er partur af sunnudeginum. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert