Heimalöguð lúsavörn sem svínvirkar

Þessi kona þyrfti að útbúa úðabrúsa til að verjast lús.
Þessi kona þyrfti að útbúa úðabrúsa til að verjast lús. mbl.is/Thinkstockphotos

Nú þegar lúsapóstarnir eru byrjaðir að berast foreldrum er ekki seinna vænna en að deila með lesendum aðferð sem er ákaflega fyrirbyggjandi og svínvirkar!

Sjálf hef ég notað þessa aðferð í nokkurn tíma með góðum árangri (það þýðir en enginn á mínu heimili hefur fengið lús síðan aðferðin var tekin í notkun) og ég hef heyrt um fleiri sem nota hana enda var ég sannarlega ekki að finna upp hjólið. 

Aðferðin er einföld. Í litla úðaflösku (ég keypti í Tiger) skal setja vatn og síðan nokkra dropa af Tea tree-olíu. Hana er hægt að fá í flestum apótekum. Ekki þarf að setja mikið af olíunni en sagan segir að lúsinni sé meinilla við hana og forðist hár sem ilmi af tea tree eins og hún mögulega geti. 

Sé þessi aðferð gúggluð má sjá að hún er víða notuð og foreldrar eru almennt mjög hrifnir af henni enda flestir tilbúnir að reyna flest til að forðast lúsina, ekki síst ef að aðferðin inniheldur ekki nein klínísk efni og er með öllu meinlaus. 

Ég er með tvo brúsa í gangi, einn fyrir hvort barn og þau eru afar samviskusöm og úða hár sitt á hverjum morgni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert