Eldhús á Fornhaga tekið í gegn

Eldhúsið er einstaklega bjart og stílhreint.
Eldhúsið er einstaklega bjart og stílhreint. Eggert Jóhannesson

Á Fornhaganum var á dögunum tekið í gegn eldhús og verður ekki annað sagt en að framkvæmdirnar hafi tekist upp á tíu. Gamla innréttingin var rifin út og sagað var gat á vegg til að opna inn í stofu. Eldhúsið hefur algjörlega umbreyst enda eru húseigendur afar ánægðir með útkomuna. 

Upphaflega stóð til að pússa upp gömlu innréttinguna og setja nýja borðplötu þar sem innréttingin var vel smíðuð og hefði ábyggilega enst vel og lengi. Þá kom upp hugmyndin að færa til dyraop og nýta plássið mun betur. Vinnan við að gera upp gömlu innréttinguna var því slegin út af borðinu og nýtt plan gert.

Eigendurnir segjast hafa verið með aðra hugmynd að útliti lengi vel. Síðan hafi þau séð þessa gráu og prufað að raða henni í rýmið með hjálp eldhúsforritsins hjá IKEA. Síðan hafi þau fengið góð ráð bæði hjá hönnuðum IKEA og ættingjum og urðu svo ánægð með útkomuna að ákveðið var að hafa eldhúsið grátt. Hugmyndin sem höfð var að leiðarljósi var að eldhúsið yrði mikið notað af fjölskyldunni og því mætti ekki sjást mikið á innréttingunni þrátt fyrir að mikið mæddi á henni.

Borðplatan var síðan keypt í Granítsmiðjunni en þar segjast eigendurnir hafa fengið afbragðsþjónustu og séu mjög ánægð með útkomuna. Hins vegar hafi borðplatan kostað töluvert meira en þau reiknuðu með í upphaflegu áætluninni og því hafi þau horfið frá því að flísaleggja fyrir ofan borðplötuna og nota þess í stað veggfóður sem er bæði vatns- og hitaþolið. Þetta hafi verið algjör tilraunastarfsemi sem þau séu hæstánægð með. Efnið var ódýrt og kemur vel út. Auðvelt sé að þrífa það sem sé lykilatriðið.

Dyraopið var fært og fyrir vikið var hægt að koma fyrir stórum ísskáp og nokkurs konar „græjuskáp“ sem sé algjör snilld. Í honum eru innstungur fyirr brauðrist, samlokugrill, rafsuðuketil og önnur raftæki ásamt borðbúnaði. Í skúffunum fyrir neðan sé geymd matvara svo það sé auðvelt að finna til eitthvað að borða á morgnana eða þegar komið er heim úr skólanum.

Eigendurnir segjast hæstánægðir með breytingarnar og að eldhúsinu fylgi mikil gleði. Það sé mikið notað og gott sé að vinna í því. Það sé umfram allt notendavænt og nýtist því afskaplega vel.

Góð ráð fyrir þá sem eru í sambærilegum hugleiðingum? Að gefa sér tíma í hugmyndavinnu og undirbúning. Það hentaði líka vel að hafa líka fjárhagsáætlun og tímaáætlun þar sem það þurfti að gera ýmislegt annað við íbúðina áður en flutt var inn.

Eldhúsið er nýtt eins vel og kostur er.
Eldhúsið er nýtt eins vel og kostur er. Eggert Jóhannesson
Þar sem áður var inngangurinn inn í eldhúsið er nú …
Þar sem áður var inngangurinn inn í eldhúsið er nú stór ísskápur og myndarlegur skápur. Eggert Jóhannesson
Eldhúsið fyrir breytingar.
Eldhúsið fyrir breytingar. mbl.is/aðsend mynd
Séð inn í eldhúsið áður en framkvæmdir hófust.
Séð inn í eldhúsið áður en framkvæmdir hófust. mbl.is/aðsend mynd
Séð inn í eldhúsið fyrir breytingar.
Séð inn í eldhúsið fyrir breytingar. mbl.is/aðsend mynd
Veggurinn sem opið var sagað á.
Veggurinn sem opið var sagað á. mbl.is/aðsend mynd
Hér má sjá inn í eldhúsið þegar búið var að …
Hér má sjá inn í eldhúsið þegar búið var að saga gatið. mbl.is/aðsend mynd
Búið að mæla fyrir gatinu sem átti að saga inn …
Búið að mæla fyrir gatinu sem átti að saga inn í stofu til að opna rýmið betur. mbl.is/aðsend mynd
Byrjað að saga. Algjört drulluverk meðan á stendur.
Byrjað að saga. Algjört drulluverk meðan á stendur. mbl.is/aðsend mynd
Byrjað að stilla nýju innréttingunni upp.
Byrjað að stilla nýju innréttingunni upp. mbl.is/aðsend mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert