Hér leynast mestu óhreinindin í eldhúsinu

Skítugustu staðirnir í eldhúsinu eru víðar en þig grunar.
Skítugustu staðirnir í eldhúsinu eru víðar en þig grunar. mbl.is/@jchongstudio/Twenty20

Hjarta heimilisins, eldhúsið, er oftar en ekki skítugasti staðurinn á heimilinu enda eitt mest notaða rýmið í húsinu. Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu margir handleika ísskápinn daglega eða vaskinn, og því ærin ástæða til að skoða þessi atriði aðeins nánar.

-Handföng á örbylgjuofninum, ísskápnum og öðrum heimilistækjum sem notuð eru daglega má gjarnan þurrka af reglulega. Sérstaklega ef einhver er veikur á heimilinu.

-Eldhúsvaskurinn tekur á móti öllu því sem við skolum niður, kjötsafa og öðru tilheyrandi. Þrífið vaskinn vel og þá sér í lagi ef þú vaskar upp leirtauið í honum – þú vilt ekki gera það með vaskinn fullan af bakteríum.

-Ef þú ert í hópi þeirra sem nota svampa við uppvaskið þá má hafa bak við eyrað að þeir duga ekki endalaust. Eins uppvöskunarburstar, þá má skella með í uppþvottavélina reglulega og gefa þeim gott bað þar.

-Ekki gleyma ísskápnum sjálfum. Við erum búin að minnast á að þrífa handfangið en það þarf að þrífa skápinn sjálfan líka. Oftar en ekki lekur vökvi úr kjötpakkningum eða dropar úr mjólkinni sem við viljum ekki að fái að grassera í matarkælinum okkar.

-Kaffikönnur og blandara verðum við að taka vel í gegn annað slagið – og reyna svo að setja það í rútínu svo óhreinindin safnist ekki upp.

Choreograph
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert