Unaðslegur kókoskjúklingur með hvítlauk, döðlum og kasjúhnetum

mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir

Þessi uppskrift kemur hverjum sem er í gott skap enda fátt betra en akkúrat þessi bragðsamsetning þar sem kókos blandast fullkomlega saman við sætleika daðlanna.

Það er engin önnur en Berglind Guðmunds á Gulur, rauður, grænn og salt sem á heiðurinn af uppskriftinni og þá er hægt að gulltryggja að hún sé betri en góð.

  • Kókoskjúklingur með hvítlauk, döðlum og kasjúhnetum

  • 900 g kjúklingalundir eða læri
  • 1 msk. ólífuolía
  • 2 cm ferskt engifer, fínrifið
  • 3 hvítlauksrif, smátt söxuð
  • 1 rauður chilí, saxaður
  • 1 tsk. tumeric
  • 1 tsk. kardimommukrydd
  • 2 msk. soya-sósa, t.d. Dark soy sauce frá Blue dragon
  • 1 dós kókosmjólk, t.d. Coconut milk frá Blue dragon
  • 100 g kasjúhnetur, gróflega saxaðar
  • 150 g döðlur, steinlausar
  • salt og pipar
  • 1/2 búnt ferskt kóríander, saxað

Aðferð:

  1. Skerið kjúklinginn í litla bita.
  2. Hitið olíu á pönnu og og steikið kjúklinginn.
  3. Bætið engifer, hvítlauk og chili saman við.
  4. Bætið því næst kryddinu saman við og blandið vel saman.
  5. Bætið soyasósunni saman við. Bætið síðan kókosmjólkinni saman við og látið malla í 2-3 mínútur. Smakkið til með salti og pipar.
  6. Setjið döðlurnar og kasjúhneturnar saman við hellið í ofnfast mót og eldið við 180°C í um 10-15 mínútur. Takið úr ofni og stráið kóríander yfir allt.
mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert