Pasta með pepperóní og sveppum í hvítlauksostasósu

mbl.is/Svava Gunnars

Pastaréttir eru sívinsælir og frábærir til að nýta grænmeti og álegg sem er við það að syngja sitt síðasta. Það er Svava Gunnarsdóttir á Ljúfmeti og lekkerheitum sem á heiðurinn að þessari uppskrift en hún segir að sé sósan góð geti útkoman ekki verið önnur en frábær.

Pasta með pepperóní og sveppum í hvítlauksostasósu

  • 400 g (ósoðið) pasta
  • 1 sóló hvítlaukur eða 2-3 hvítlauksrif
  • 1-2 msk. smjör
  • 250 g sveppir (1 askja), sneiddir
  • 150 g pepperóní, skorið í fernt
  • 150 g (1 askja) laktósafrír kryddostur með hvítlauk frá Örnu, rifinn svo hann bráðni hraðar
  • 500 ml laktósafrír rjómi frá Örnu
  • salt og pipar

Bræðið smjör á pönnu og pressið hvítlaukin saman við. Steikið sveppi og pepperóní í hvítlaukssmjörinu og kryddið með pipar. Hellið rjóma yfir og hrærið kryddosti saman við. Látið sjóða saman við vægan hita undir loki á meðan pasta er soðið eftir leiðbeiningum á pakkningu. Smakkið sósuna til með pipar og salti áður en soðnu pastanu er blandað saman við hana.

mbl.is/Svava Gunnars
mbl.is/Svava Gunnars
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert