Einfaldur ofnbakaður kjúklingur á hálftíma

mbl.is/Ragna Björg

Þetta er einn af þessum einföldu en bragðgóðu réttum sem passa alltaf vel við. Kirsuberjatómatarnir sjá til þess að ferskleikinn sé til staðar og heilt yfir fær þessi uppskrift toppeinkunn.

Uppskriftin kemur úr smiðju Rögnu Bjargar en matarbloggið hennar er hægt að nálgast HÉR.

Einfaldur ofnbakaður kjúklingur á hálftíma

Fyrir 3

 • 3 kjúklingabringur
 • 1 msk. ferskt rósmarín
 • 1 msk. ferskt timian
 • 1 hvítlauksrif
 • 4 msk. góð ólífuolía
 • salt og pipar eftir smekk
 • 2 lúkur af smáum krisuberjatómötum
 • flögusalt
 • góð ólífuolía


Til þess að setja yfir þegar rétturinn er kominn út:
Basilíka og parmesanostur

Aðferð:

 1. Skerið hvítlauksrifið niður í bita, grófsaxið kryddjurtirnar og setjið ásamt olíu, salt og pipar saman í mortél. Steytið létt saman og veltið svo bringunum upp úr olíunni.
 2. Raðið bringunum í eldfast mót og raðið í kringum þær tómötum sem búið er að skera í helminga. Veltið þeim um í olíunni og kryddinu.
 3. Eldið í 190°C ofni í 30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn.
 4. Þegar rétturinn er kominn út er ferskri basilíku stráð yfir sem búið er að skera í strimla og parmesan annaðhvort rifinn yfir eða skorinn í litlar sneiðar með skera og stráð yfir.


Frábært að borða með þessum rétti nýtt súrdeigsbrauð, salat og/eða blómkálsmús.

mbl.is/Ragna Björg
mbl.is