Sturluð veggfóður í eldhúsið

Hvernig væri að veggfóðra eldhúsið?
Hvernig væri að veggfóðra eldhúsið? mbl.is/Elliecashmandesign.com

Hentu öllu frá þér sem þú ert að gera og sjáðu hvað við erum að fara sýna þér. Ef þú ert eitthvað að spá í að breyta til í vinsælasta rými hússins, eldhúsinu, þá erum við með geggjaða hugmynd fyrir þig.

Hvernig líst þér á að veggfóðra með blómlegu mynstri? Þá ekki bara veggina því það er líka öðruvísi og spennandi að veggfóðra loftið.

Ellie Cahsman er sú sem hannar ein fallegustu blómamynstur á veggfóður sem við höfum séð. Hönnun hennar er rómantísk, öðruvísi og á sama tíma djörf. Litasamsetningarnar eru hreinar og fallegar og blómin taka mann inn í hugarheim sem fær mann til að gleyma stað og stund. Er það ekki akkúrat það sem við þurfum á að halda? Heimasíðu hennar má finna hér

Þetta veggfóður er alveg dásamlegt.
Þetta veggfóður er alveg dásamlegt. mbl.is/Instagram_@elliecashmandesign
Sjáið hvað þetta er sturlað!
Sjáið hvað þetta er sturlað! mbl.is/Instagram_@elliecashmandesign
Hér er loftið veggfóðrað á móti dökkum veggjum.
Hér er loftið veggfóðrað á móti dökkum veggjum. mbl.is/Instagram_@elliecashmandesign
mbl.is/Instagram_@elliecashmandesign
mbl.is/Instagram_@elliecashmandesign
mbl.is/Instagram_@elliecashmandesign
mbl.is