Ertu djarfa týpan í eldhúsinu?

Arkitektinn Peter Wedell-Wedellsborg hannaði þetta sérsmíðaða eldhús, en hér má …
Arkitektinn Peter Wedell-Wedellsborg hannaði þetta sérsmíðaða eldhús, en hér má sjá opnar hillur með litríku leirtaui. mbl.is/Andreas Mikkel Hansen, Christina Kayser Onsgaard, Frederikke Heiberg og Julie Vöge

Þorir þú að stökkva frá hvítu innréttingunni og klæða eldhúsið litum? Sama hvort þú sért retró týpan eða meira út í pasteltóna, þá eru litir alltaf að fara að gefa eldhúsinu þínu meiri karakter.

Ein leið til að poppa fram litum er að velja opnar einingar með hillum sem þú fyllir með litríkum skálum, diskum og bollum. Sama gildir um uppskriftabækur, þær geta verið litríkar og draga fram persónuleika þess sem sýslar hvað mest í eldhúsinu. Eini ókosturinn við opnar hillur er að þú þarft að þurrka oftar af en með lokuðum skápum og skúffum.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Við duttum með tímavél aftur til ársins 1970! Appelsínugul retró …
Við duttum með tímavél aftur til ársins 1970! Appelsínugul retró innrétting sem gefur frá sér mikla orku og spennu. Það eru ekki öll eldhús sem myndu þola þennan lit, en hann passar fullkomlega hér inn í þetta stóra rými þar sem náttúrulegur viðurinn í loftlistunum gefur skemmtilegt mótspil við sjálfa innréttinguna. mbl.is/Andreas Mikkel Hansen, Christina Kayser Onsgaard, Frederikke Heiberg og Julie Vöge
Hvít eldhús munu líklegast alltaf vera í meirihluta. Enda mjög …
Hvít eldhús munu líklegast alltaf vera í meirihluta. Enda mjög tímalaus og passa mjög vel skandinavíska stílnum sem við þekkjum svo vel. Ef þú ert með hvítt eldhús er fallegt að mála veggina í sandlit á móti, það gefur meiri hlýju en passar hvíta litnum svo vel. Málaðu síðan annan vegg lengra frá í sterkari lit til að kalla fram meiri andstæður. mbl.is/Andreas Mikkel Hansen, Christina Kayser Onsgaard, Frederikke Heiberg og Julie Vöge
Á árum áður var vinsælt að nota bláan lit í …
Á árum áður var vinsælt að nota bláan lit í eldhúsum, bæði á innréttingum og á veggjum. Það var talað um að blái liturinn myndi fæla flugur frá! Hér er fallegt eldhús í dökkum við þar sem búið er að mála bláan kafla á vegginn. Efri hluti veggjarins er svo málaður í gráum lit með smávegis af bláum tóni í, til að harmonera betur saman. Málningin er mött og er því ekki eins góð í þrifum eins og glansmálning er, en þó fallegri. Því hafa húsráðendur sett upp glerplötu á vegginn þar sem helluborðið stendur. mbl.is/Andreas Mikkel Hansen, Christina Kayser Onsgaard, Frederikke Heiberg og Julie Vöge
Svört eldhús hafa verið hámóðins undanfarin ár. Það ber þó …
Svört eldhús hafa verið hámóðins undanfarin ár. Það ber þó að varast að velja svart eldhús inn í lítil rými eða þar sem lítil birta flæðir inn. Fallegt er að velja blöndunartæki jafnvel í lit, eins og kopar eða gyllt. Og til að skapa meiri mýkt inn í svart eldhús er ráð að velja náttúrulega steina eða jafnvel leður inn í rýmið. mbl.is/Andreas Mikkel Hansen, Christina Kayser Onsgaard, Frederikke Heiberg og Julie Vöge
mbl.is/Andreas Mikkel Hansen, Christina Kayser Onsgaard, Frederikke Heiberg og Julie Vöge
Litríkar flísar færa svo sannarlega gleði, líf og liti inn …
Litríkar flísar færa svo sannarlega gleði, líf og liti inn í eldhúsið. Þessar skemmtilegu flísar voru fluttar frá Ítalíu til Danmerkur af fyrri eiganda hússins. En flísarnar voru upprunalega málaðar af nemanda listamannsins Picasso. mbl.is/Andreas Mikkel Hansen, Christina Kayser Onsgaard, Frederikke Heiberg og Julie Vöge
Stundum þarf ekki meira til en skrautlegan dúk á gólfið …
Stundum þarf ekki meira til en skrautlegan dúk á gólfið eða flísar. Nú eða að smella einum litríkum stól inn í eldhúsið til að sprengja upp litastemninguna. mbl.is/Andreas Mikkel Hansen, Christina Kayser Onsgaard, Frederikke Heiberg og Julie Vöge
mbl.is