Sjáðu flottustu eldhúsvifturnar

Hér er viftunni pakkað inn í kassa mitt á milli …
Hér er viftunni pakkað inn í kassa mitt á milli eftri hillanna í eldhúsinu. Það er næstum eins og hillurnar séu innbyggðar í vegginn en ekki að viftan standi út. mbl.is/Andreas Mikkel Hansen, Christina Kayser Onsgaard og Julie Vöge

Það er nauðsynlegt að vera með kraftmikla viftu sem sýgur upp alla brælu er við erum að elda. Viftur eru þó misfallegar og sumar taka jafnvel mikið pláss þó þær þurfi ekki að gera það. Hér fyrir neðan eru 9 flottar eldhúsviftur í smekklegri kantinum.

Við fyrstu sýn líta þetta út fyrir að vera tómar …
Við fyrstu sýn líta þetta út fyrir að vera tómar hillur fyrir ofan helluborðið, en er í raun innbyggð vifta á milli tveggja hillna eins og samloka. mbl.is/Andreas Mikkel Hansen, Christina Kayser Onsgaard og Julie Vöge
Leyfðu viftunni að falla inn í strúkturinn á húsinu með …
Leyfðu viftunni að falla inn í strúkturinn á húsinu með kassalöguðum beinum línum. Hér er byggt utan um viftuna sem verður hálfgerður skúlptúr á veggnum. mbl.is/Andreas Mikkel Hansen, Christina Kayser Onsgaard og Julie Vöge
Í opnu og björtu eldhúsi sem þessu hefur viftunni verið …
Í opnu og björtu eldhúsi sem þessu hefur viftunni verið komið fyrir uppi í loftinu til að skyggja ekki á útsýnið yfir rýmið. Og þeir sem spyrja sig um virknina, þá er sogkrafturinn alveg það mikill að hann nær að vinna sitt verk. mbl.is/Andreas Mikkel Hansen, Christina Kayser Onsgaard og Julie Vöge
Gleymdu því að reyna að fela viftuna og gerðu hana …
Gleymdu því að reyna að fela viftuna og gerðu hana stærri og öflugri fyrir vikið eins og við sjáum hér. mbl.is/Andreas Mikkel Hansen, Christina Kayser Onsgaard og Julie Vöge
Ef þú ert með efri skápa í eldhúsinu má á …
Ef þú ert með efri skápa í eldhúsinu má á snjallan hátt útfæra viftuna inn í skápana eins og sést hér. mbl.is/Andreas Mikkel Hansen, Christina Kayser Onsgaard og Julie Vöge
Það getur reynst vandasamt að velja fallega viftu sem á …
Það getur reynst vandasamt að velja fallega viftu sem á að snúa til móts við stóran glugga. Hér hefur ein smart hringlaga verið valin sem fyllir ekki eins mikið en annars og birtan fær því tækifæri að sleppa inn í rýmið. mbl.is/Andreas Mikkel Hansen, Christina Kayser Onsgaard og Julie Vöge
Viftur eru oft frekar kulda- og iðnaðarlegar, og oftar en …
Viftur eru oft frekar kulda- og iðnaðarlegar, og oftar en ekki er á þeim fullt af tökkum. Hér er ein hugmynd að klæða viftuna eikarklæðningu eins og við sjáum hér. mbl.is/Andreas Mikkel Hansen, Christina Kayser Onsgaard og Julie Vöge
Þessi er í dýrari kantinum að sjá! Viftan er 3 …
Þessi er í dýrari kantinum að sjá! Viftan er 3 m löng, eða jafn löng og innréttingin sem hún stendur fyrir ofan. Framleidd úr messing sem gerir hana glæsta fyrir allan peninginn. mbl.is/Andreas Mikkel Hansen, Christina Kayser Onsgaard og Julie Vöge
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert