Kakan sem þykir svo fögur að prófastar roðna

mbl.is/Linda Ben

Þessi kaka er í senn sérlega ljúffeng og guðdómlega falleg svo ekki sé fastar að orði kveðið. Það er engin önnur en Linda Ben sem á heiðurinn að henni og eins og hennar er von og vísa þá er þessi kaka eitthvað sem allir sannir kökunaggar verða að prófa.

Matarbloggið hennar Lindu má nálgast HÉR.

Ljúffeng hunangskaka með fíkju-rjómaostakremi

  • 115 g smjör

  • 1 ¾ dl sykur

  • 2 egg

  • 3 ½ dl hveiti

  • 1 tsk. lyftiduft

  • ½ tsk. kanill

  • ½ tsk. salt

  • 1 ¼ dl súrmjólk

  • ½ dl hunang

  • 1 tsk. vanilludropar

Fíkju-rjómaostakrem

  • 100 g smjör

  • 100 g Philadelphia original rjómaostur

  • 300 g flórsykur

  • Bleika kjötið innan úr 2 ferskum fíkjum

  • 6-8 ferskar fíkjur

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C.

  2. Þeytið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst. Bætið eggjunum út í, einu í einu, og hrærið á milli.

  3. Blandað saman þurrefnum í eina skál og blautum hráefnum í aðra skál (súrmjólk, hunang og vanilludropar). Setjið helminginn af þurrefnunum út í eggjablönduna og helminginn af blautu hráefnunum, hrærið varlega saman og klárið svo að blanda öllu saman.

  4. Smyrjið 23 cm smelluform með smjöri og hellið blöndunni ofan í, bakið í u.þ.b. 35 mín. eða þar til kakan er bökuð í gegn.

  5. Kælið kökuna og gerið kremið tilbúið með því að þeyta saman smjör og rjómaost þar til létt og ljóst, bætið því næst flórsykrinum út í og kjötinu innan úr fíkjunum. Þeytið þar til mjög mjúkt og setjið ofan á kökuna frekar þykkt lag af kremi.

  6. Skerið fíkjurnar í 4 hluta hvora og raðið þeim ofan á kökuna.

mbl.is/Linda Ben
mbl.is/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert