„Grillverkin eru alfarið á mínum herðum“

Jóhannes Ásbjörnsson
Jóhannes Ásbjörnsson Kristinn Magnússon

Ef einhver á að kunna grilla þá er það Jóhannes Ásbjörnsson betur þekktur sem Jói á Hamborgarafabrikkunni.

Nafn: Jóhannes Ásbjörnsson

Staða: Eigandi Hamborgarafabrikkunnar

Hvernig grillgræja er á heimilinu? Nýlegt Weber-gasgrill.

Hvaða matur er bestur á grillið? Ég er mikið fyrir nautakjöt og hamborgara eins og gefur að skilja. Hef ekki verið nógu duglegur að grilla fisk, en það stendur til bóta.

Grillar þú mest yfir sumartímann eða allt árið um kring? Ég er 360° grillari. Grilla nánast í hvaða veðri sem er.

Ertu týpan sem „á“ grillið og enginn annar kemst nálægt? Já, ég held ég myndi segja það. Það er samt enginn annar að reyna að komast að, þannig að grillverkin eru alfarið á mínum herðum.

Hvað er ómissandi í góðri grillveislu? Góður félagsskapur er grunnurinn. Svo er gott að hafa góðan tíma til undirbúnings og njóta þess að útbúa matinn.

Áttu gott grillráð handa okkur? Besta ráðið er að hafa grillið hreint. Þrífa það vel á milli máltíða. Annars lendir maður í vandræðum með brennandi fitu og hitastjórnunin verður flóknari.

Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »